Félkó
Félkó
Félkó

Frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöð - 39% starf

Félagsmiðstöðvar Félkó óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinendur í 39% starfshlutfall frá og með 21. ágúst næstkomandi.

Frístundaleiðbeinandi vinnur faglegt starf með börnum og unglingum í frístundastarfi. Hann hefur umsjón með og skipuleggur hópastarf og verkefni tengdum menningar-, félags- og forvarnarstarfi félagsmiðstöðvanna. Hann vinnur í anda lýðræðis á starfsstaðnum og vinnur markvisst að því að auka sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra sem taka þátt í starfinu.

39% starfsfólk vinnur á kvöldvöktum á mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 17:00-22:30 og annan hvern föstudag klukkan 19:00-23:30.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Skipuleggur og hefur umsjón með ákveðnum hópum, verkefnum og viðburðum tengdum menningar-, félags- og tómstundastarfi í félagsmiðstöðvum í samstarfi við forstöðumann og annað starfsfólk.
 • Vinnur faglegt starf með börnum og unglingum í frístundastarfi.
 • Vinnur markvisst að því að auka sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra sem taka þátt í starfseminni.
 • Vinnur samkvæmt 1. og 2. stigs forvörnum í öllu starfi félagsmiðstöðvarinnar.
 • Vinnur í anda lýðræðis á starfsstaðnum og stuðlar að því að börn og unglingar eigi greiðan aðgang að lýðræðislegum ákvörðunum um starfsemi félagsmiðstöðvar.
 • Hefur umsjón með skipulögðu frístundastarfi ólíkra hópa barna og unglinga í samræmi við þeirra þarfir.
 • Sinnir öðrum þeim verkefnum sem honum kunna að vera falin af yfirmanni og fellur undir hans starfssvið.
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri
 • Reynsla af störfum með börnum og unglingum æskileg
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og sjálfstæði í störfum
 • Skipulögð og fagleg vinnubrögð
 • Góð íslenskukunnátta æskileg
Auglýsing stofnuð9. júlí 2024
Umsóknarfrestur6. ágúst 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar