Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær

Frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöð

Félagsmiðstöðvar í Kópavogi auglýsa eftir fólki í lifandi sumarstarf í félagsmiðstöðvum unglinga!

Mikilvægt er að viðkomandi hafi hæfni í mannlegum samskiptum og einlægan áhuga og ánægju af að vinna með börnum og unglingum. Frístundaleiðbeinendur hafa umsjón með og skipuleggja hópastarf og verkefni tengd menningar-, félags- og forvarnarstarfi félagsmiðstöðvarinnar. Þau vinna í anda lýðræðis á starfsstaðnum og vinna markvisst að því að auka sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra sem taka þátt í starfinu.

Óskað er eftir fólki í 30-100% starf, unnið er á föstum dag- og kvöldvöktum.

Um er að ræða tímabundið sumarstarf á tímabilinu 1. júní - 12. júlí 2023.

Skilyrði er að umsækjendur séu 20 ára á árinu eða eldri.

Menntunar- og hæfniskröfur
Diplómanám í uppeldis-eða tómstundafræðum æskileg.
Reynsla af störfum með börnum og unglingum æskileg.
Færni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæði í störfum.
Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
Góð kunnátta í íslensku æskileg.
Auglýsing stofnuð28. febrúar 2023
Umsóknarfrestur31. mars 2023
Starfstegund
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.