Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Frístundaleiðbeinandi á Kleppjárnsreykjum

Við leitum eftir manneskju í skemmtilegt og skapandi starf með börnum í frístund á Kleppjárnsreykjum, skólaárið 2024-2025.

Markhópur frístundar eru börn á aldrinum 6-9 ára.

Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er frá 13.00/13:30 -16:00 alla virka daga, hægt að vinna frá tveimur upp í fimm daga vikunnar.

Unnið er samkvæmt gæðaviðmiðum í frístundarstarfi og leggjum við mikið uppúr lýðræðisþáttöku barna, vinnum í opnu starfi, klúbbum og sértæku hópastarfi.

Umsækjandi verður að hafa náð 18 ára aldri.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiðbeina börnum í leik og starfi
  • Aðstoð við skipulagningu á faglegu frístundarstarfi.
  • Samvinna og samráð við börn og annað samstarfsfólk.
  • Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi frístundar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Mikilvægt að hafa áhuga á að starfa með börnum
  • Sýna frumkvæði, gleði og sjálfstæði í starfi og hafa góða færni í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla af starfi með börnum er kostur.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar.
  • Góð íslenskukunnátta.
Auglýsing stofnuð18. júní 2024
Umsóknarfrestur30. júlí 2024
Staðsetning
Gunnlaugsgata 13, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar