Frístundamiðstöðin Þorpið
Frístundamiðstöðin Þorpið

Frístundaleiðbeinandi

Frístundamiðstöðin Þorpið óskar eftir að ráða inn leiðbeinendur í frístundastarf sem fram fer að skóla loknum til kl. 16:00 virka daga.

Um er að ræða 40% hlutastarf;

13:00 - 16:00 mánudaga - fimmtudaga

12:00 - 16:00 á föstudögum.

Vettvangur starfsemi Þorpsins er frítími og forvarnir og er megin áhersla lögð á inngildandi barna- og ungmennastarf. Í allri starfsemi Þorpsins er gert ráð fyrir margbreytileika mannlífsins og lögð er áhersla á að hver og einn geti fengið hvatningu og stuðning til þess að stunda frístundastarf við hæfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning á frístundastarfi í samvinnu við börn og ungmenni
  • Styðja við og efla börn og ungmenni í þátttöku
  • Samráð og samvinna við börn, ungmenni og samstarfsfólk
  • Stuðla að virkri þátttöku barna og ungmenna í starfi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Jákvæðni og metnaður
  • Færni og lipurð í samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Auglýsing birt20. ágúst 2024
Umsóknarfrestur7. september 2024
Staðsetning
Þjóðbraut 13, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar