

Frístundaheimili Árborgar
Frístundaheimili Árborgar óska eftir frístundaleiðbeinendum og stuðningsfulltrúum fyrir veturinn 2023-2024.
Frístundaheimilin eru starfrækt við Sunnulækjarskóla, Vallaskóla, Stekkjaskóla og Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri þar sem boðið er upp á fjölbreytt frístundastarf fyrir 6-9 ára börn að loknum hefðbundnum skóladegi.
Á frístundaheimilum starfa frístundaleiðbeinendur sem bjóða börnum innihaldsríkt frístundastarf í barnvænu og skapandi umhverfi þar sem starfshættir einkennast af frjálsum leik og vali. Einnig starfa þar stuðningsfulltrúar sem fylgja barni í starfi að hluta eða að fullu. Meginmarkmið starfsins er að efla félags- og samskiptafærni barna í gegnum leik og starf.
Í boði eru hlutastörf allt að 50% eftir hádegi.
Viðkomandi þarf að hafa náð 18. ára aldri og geta hafið störf sem fyrst, möguleiki er á áframhaldandi starfi í sumar í allt að 100% starfshlutfall.
- Leiðbeina 6-9 ára börnum í leik og starfi.
- Vera jákvæð fyrirmynd
- Samráð og samvinna við börn og starfsfólk
- Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra
- Áhugi á að vinna með börnum
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
- Góð færni í samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði
- Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í frístundastarfi
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Árborgar
















