Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Frístundaheimili Árborgar

Frístundaheimili Árborgar óska eftir frístundaleiðbeinendum og stuðningsfulltrúum fyrir veturinn 2023-2024.

Frístundaheimilin eru starfrækt við Sunnulækjarskóla, Vallaskóla, Stekkjaskóla og Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri þar sem boðið er upp á fjölbreytt frístundastarf fyrir 6-9 ára börn að loknum hefðbundnum skóladegi.

Á frístundaheimilum starfa frístundaleiðbeinendur sem bjóða börnum innihaldsríkt frístundastarf í barnvænu og skapandi umhverfi þar sem starfshættir einkennast af frjálsum leik og vali. Einnig starfa þar stuðningsfulltrúar sem fylgja barni í starfi að hluta eða að fullu. Meginmarkmið starfsins er að efla félags- og samskiptafærni barna í gegnum leik og starf.

Í boði eru hlutastörf allt að 50% eftir hádegi.

Viðkomandi þarf að hafa náð 18. ára aldri og geta hafið störf sem fyrst, möguleiki er á áframhaldandi starfi í sumar í allt að 100% starfshlutfall.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiðbeina 6-9 ára börnum í leik og starfi.
  • Vera jákvæð fyrirmynd
  • Samráð og samvinna við börn og starfsfólk
  • Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Góð færni í samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í frístundastarfi
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Árborgar
Auglýsing birt8. desember 2023
Umsóknarfrestur31. desember 2023
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Norðurhólar 1, 800 Selfoss
Heiðarstekkur 10, 800 Selfoss
Sólvellir 2, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar