Framtíðarstörf í verslunum Fríhafnarinnar

Fríhöfnin Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær


Framtíðarstörf í verslunum Fríhafnarinnar

Um er að ræða framtíðarstörf í verslunum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Við leitum að þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, eiga auðvelt með að nálgast fólk, hafa lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi.

Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri og geta hafið störf eigi síðar en 1.nóvember nk.

Starfið felst í sölu og þjónustu við viðskiptavini og áfyllingum í verslunum. Unnið er í vaktavinnu og er bæði um fullt starf og hlutastörf að ræða.

Hæfniskröfur

·         Góður sölumaður með ríka þjónustulund

·         Reynsla af verslunarstörfum er kostur

·         Hæfni í mannlegum samskiptum

·         Gott vald á íslenskri og enskri tungu

Við bjóðum fríar rútuferðir til og frá höfuðborgarsvæðinu.

Umsóknarfrestur er til og með 26. október 2018, nánari upplýsingar um starfið veitir Hallur Guðjónsson, mannauðsstjóri Fríhafnarinnar, í tölvupósti hallur.gudjonsson@dutyfree.is

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn bakgrunnskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð.

Í samræmi við jafnréttisáætlun Fríhafnarinnar eru karlar jafnt sem konur hvattar til þess að sækja um störfin.

Umsóknarfrestur:

26.10.2018

Auglýsing stofnuð:

27.09.2018

Staðsetning:

Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi