RÚV
RÚV er krefjandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem þekking starfsfólks er grunnurinn að árangri okkar. Lögð er áhersla á að byggja upp hæfni og mannauð og aukin tæknifærni er lykilatriði fyrir fjölbreyttari miðlun.
RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk skoðar samfélagið með gagnrýnum hætti, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar.
RÚV sækist eftir fjölhæfu starfsfólki með fjölbreyttan bakgrunn sem er tilbúið til að vinna með okkur eftir metnaðarfullri stefnu.
Fréttamaður - næturvaktir.
Fréttastofa RÚV leitar að öflugum fréttamanni til að sinna miðlun frétta í útvarpi og á vef á næturvöktum. Við leitum að metnaðarfullum og sjálfstæðum einstaklingi sem hefur góða framsögn og er vel ritfær. Hér starfar fjölbreyttur og metnaðarfullur hópur fréttafólks með mikla reynslu og þekkingu, í kraftmiklu og skapandi umhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnsla frétta.
- Miðlun frétta á vef og í útvarpi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af blaða- og fréttamennsku er kostur.
- Gott vald á íslenskri tungu og góð tungumálaþekking.
- Góð framsögn.
- Góð tölvufærni og áhugi á að tileinka sér nýja tækni.
- Sjálfstæði, frumkvæði og geta til að vinna hratt og vel.
- Góð samskipta- og samstarfshæfni.
Auglýsing birt29. nóvember 2024
Umsóknarfrestur15. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (2)