

Framleiðslustjóri
Í einum grænum er dótturfyrirtæki Sölufélags garðyrkjumanna og var stofnað 2004 með það að leiðarljósi að fullnýta uppskeru grænmetisbænda. Markmiðin eru að koma nýjum vörum á framfæri og bjóða neytendum upp á fullunna vöru unna úr íslensku grænmeti. Með þessu er komið í veg fyrir matarsóum sem fyrirtækinu er einnig hugleikin.
Vörumerkið Ostahúsið hefur verið í eigu ÍEG frá 2006 og fer öll framleiðsla fram í höfuðstöðvum okkar, Brúarvogi 2. Ostahúsið er rótgróið vörumerki upphaflega stofnað í Hafnarfirði árið 1992.
Leitað er af reynslumiklum framleiðslustjóra. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á framleiðslu á matvælum fyrir stóreldhús, mötuneyti og skóla. Auk þess framleiðum við fjölbreytt úrval af forsoðnum kartöflum auk smur- og rjómaost fyrir stóreldhús og verslanir.
- Ábyrgð á framleiðslu og pökkun á matvælum
- Ábyrgð á rekstri og innkaupum
- Ábyrgð á lagerhaldi og uppskriftum
- Ábyrgð á starfsmannahaldi
- Vöruþróun
- Dugnaður og heiðarleiki
- Framúrskarandi hæfni í matargerð
- Leiðtogahæfileikar og góð samskiptahæfni
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
- Skipulagsfærni, sjálfstæði og geta til að vinna undir álagi
- Almenn tölvufærni
- Hreint sakarvottorð
- Íslenskumælandi og mjög góða enskukunnátta
- Sterk kostnaðarvitund











