Hinsegin dagar - Reykjavik Pride
Hinsegin dagar - Reykjavik Pride
Hinsegin dagar í Reykjavík eru sjálfstæð sjálfboðaliðasamtök sem árlega standa fyrir hinsegin hátíð í Reykjavík. Á milli aðalfunda er æðsta vald félagsins í höndum stjórnar sem skipuð er sjö sjálfboðaliðum.
Hinsegin dagar - Reykjavik Pride

Ert þú næsti stjórnandi Hinsegin daga?

Hinsegin dagar í Reykjavík leita eftir skipulögðum, hugmyndaríkum og sjálfstæðum einstaklingi til að leiða rekstur og starfsemi félagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
Daglegur rekstur félagsins, þ.m.t. fjáröflun, samningagerð og áætlanir
Innleiða og framfylgja stefnu félagsins í samvinnu við stjórn
Stuðningur við störf undirnefnda stjórnar og annarra sjálfboðaliða
Samskipti við önnur félagasamtök, hið opinbera og aðra samstarfs- og hagsmunaaðila
Svörun innsendra erinda, umsjón vefsíðu og samfélagsmiðla
Undirbúningur og eftirfylgni stjórnarfunda auk annarrar aðstoðar við stjórn
Önnur verkefni í samráði við formann og stjórn
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfi
Reynsla af rekstri, fjáröflun og samningagerð
Reynsla af starfsemi félagasamtaka og starfi með sjálfboðaliðum
Þekking á sögu, menningu og samfélagi hinsegin fólks er mjög æskileg
Reynsla af viðburðahaldi er kostur
Sveigjanleiki, hugmyndaauðgi, frumkvæði og opið hugarfar
Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Gerð er krafa um góða íslensku- og enskukunnáttu, önnur tungumálakunnátta er kostur
Fríðindi í starfi
Sveigjanlegur vinnutími
Möguleiki á fjarvinnu að hluta
Símastyrkur
Auglýsing stofnuð4. október 2022
Umsóknarfrestur23. október 2022
Starfstegund
Staðsetning
Suðurgata 3, 101 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁrsreikningarPathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.FjárhagsáætlanagerðPathCreated with Sketch.GreinaskrifPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ReikningagerðPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StefnumótunPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.Viðburðastjórnun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.