Festa - miðstöð um sjálfbærni
Festa - miðstöð um sjálfbærni
Festa - miðstöð um sjálfbærni

Framkvæmdastýra/stjóri

Hefur þú áhuga á að leiða störf Festu – miðstöðvar um sjálfbærni?

Leitað er að reyndum og drífandi leiðtoga, sem hefur eldmóð, áhuga og alþjóðlega þekkingu til að virkja og leiða samfélag Festu inn í nýja tíma. Viðkomandi þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu á stoðum sjálfbærninnar og breiða sýn á viðfangsefni hennar.

Um er að ræða spennandi stjórnunarstarf þar sem reynir á ríka forystuhæfileika, samskiptahæfni, frumkvæði og reynslu af umbreytingarstjórnun.

Helstu verkefni og ábyrgð
Daglegur rekstur og stjórnun samtakanna.
Stefnumótun og framkvæmd stefnu félagsins og framtíðarsýn í samvinnu við stjórn.
Ábyrgð á framkvæmd samningsbundinna verkefna og stofna til þeirra eins og tilefni er til.
Ábyrgð á stefnu, tryggja stöðuga endurskoðun, yddun og uppfærslu á áherslum og verkefnum félagsins í takt við þróun á Íslandi og alþjóðlega.
Forsvar samtakanna og samskipti við hagaðila, aðildarfélög og samstarfsaðila Festu.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi.
Framúrskarandi leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar auk færni í að móta og innleiða framtíðarsýn.
Rík samskipta- og félagsfærni.
Reynsla af stefnumótun og innleiðingu stefnu.
Þekking á rekstri.
Greiningarhæfni, frumkvæði og samskipti.
Metnaður, skapandi og gagnrýnin hugsun.
Reynsla af frumkvöðlastarfi er kostur.
Skilningur og þekking á íslensku atvinnulífi og stjórnkerfi.
Heiðarleiki, heilindi og gott orðspor.
Auglýsing stofnuð15. maí 2023
Umsóknarfrestur1. júní 2023
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar