Siðmennt
Siðmennt
Siðmennt er félag siðrænna húmanista á Íslandi. Félagið er veraldlegt lífsskoðunarfélag og hefur að viðfangsefni þau viðhorf og lífsgildi sem eru persónulega mikilvæg og náin hverjum einstaklingi í leit að tilgangi og hamingju í lífinu. Siðrænir húmanistar leggja áherslu á að rækta siðræn gildi og þekkingarleit án vísana í yfirnáttúrleg fyrirbrigði. Siðmennt lítur svo á að sannfæringarfrelsi, trúfrelsi og tjáningarfrelsi teljist til almennra lýðréttinda. Þau skuli ná til allra og þau megi hvorki afnema né skerða undir neinum kringumstæðum. Félagið var stofnað árið 1990 í kringum borgaralega fermingu en þróaðist fljótt í að vera fullgilt húmanískt félag með aðild að alþjóðasamtökum húmanista. Siðferðismál, þekkingarfræði og fjölskyldan eru kjarni þeirra viðfangsefna sem Siðmennt sinnir. Félagið býður nú upp á athafnarþjónustu fyrir helstu tímamót lífsins; fæðingu, fermingu, hjónaband og lífslok.
Siðmennt

Framkvæmdastjóri Siðmenntar

Siðmennt leitar að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra. Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem er tilbúinn til að starfa fyrir vaxandi félag.

Helstu verkefni og ábyrgð
Ábyrgð á rekstri og starfsemi Siðmenntar
Mannauðsstjórnun, ráðningar og útdeiling verkefna
Áætlanagerð og fjárhagsleg yfirsýn
Eftirfylgni með ákvörðunum stjórnar
Frumkvæði í þróunarstarfi á þjónustuþáttum, starfsemi og hugmyndafræði Siðmenntar
Leikni í alþjóðasamskiptum og samstarfi við hagsmunaaðila
Utanumhald um skráningar í félagið og þjónusta við félagsfólk
Samskipti við yfirvöld, félagsfólk og fjölmiðla
Önnur verkefni í þágu félagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
Reynsla af stjórnun, rekstri og mannauðsmálum
Reynsla af starfi félagasamtaka æskileg
Reynsla af viðburða- og verkefnastjórnun æskileg
Reynsla og þekking af markaðsmálum æskileg
Góð ritfærni; reynsla af ritun veftexta, greina og umsagna
Þekking á upplýsingatækni og vefumsjón er kostur
Góð íslensku- og enskukunnátta
Framúrskarandi hæfni í samskiptum
Frumkvæði í starfi og sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Samsömun með húmanískum gildum og almennur áhugi og þekking á starfi Siðmenntar er kostur
Fríðindi í starfi
Samgöngustyrkur
Heilsustyrkur
Stytt vinnuvika
Auglýsing stofnuð2. apríl 2023
Umsóknarfrestur17. apríl 2023
Starfstegund
Staðsetning
Laugavegur 178
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almannatengsl (PR)PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.BreytingastjórnunPathCreated with Sketch.FacebookPathCreated with Sketch.FjárhagsáætlanagerðPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GreinaskrifPathCreated with Sketch.Innleiðing ferlaPathCreated with Sketch.LaunavinnslaPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.MailchimpPathCreated with Sketch.MannauðsstjórnunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ReikningagerðPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StarfsmannahaldPathCreated with Sketch.StefnumótunPathCreated with Sketch.TextagerðPathCreated with Sketch.VefumsjónPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.ViðburðastjórnunPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.