Vestmannaeyjabær
Vestmannaeyjabær
Vestmannaeyjabær

Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Sviðið er stoðsvið sem veitir þjónustu þvert á önnur fagsvið sveitarfélagsins. Leitað er að einstaklingi sem hefur metnað og frumkvæði og ríkan vilja til að efla innri og ytri þjónustu Vestmannaeyjabæjar.

Framkvæmdastjóri leiðir margþætt verkefni er varða stjórnsýslu og fjármál á tímum framfara og þróunar í bæjarfélagi sem er fjölskylduvænt, öflugt og framsækið. Lögð er áhersla á að veita skilvirka, faglega og framúrskarandi þjónustu hvarvetna hjá Vestmanneyjabæ. Framkvæmdastjóri er staðgengill bæjarstjóra og hluti af framkvæmdastjórn sveitarfélagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Ábyrgð og stjórnun á daglegri starfsemi sviðsins, stjórnun skrifstofu og þróun verklags og þjónustu.
 • Umsjón með stefnumótandi verkefnum í tengslum við stjórnsýslu og fjármál og eftirfylgni með þeim.
 • Leiðbeinir um stjórnsýsluleg málefni og samræmir góða stjórnsýsluhætti í allri starfsemi Vestmannaeyjabæjar.
 • Sér um samningagerð og ber jafnframt ábyrgð á upplýsingatækni- og öryggismálum, innkaupamálum, skjalamálum,atvinnumálum ásamt menningar- og ferðamálum og markaðs- og kynningarmálum .
 • Ber ábyrgð á þróun rafrænnar þjónustu hjá sveitarfélaginu. 
 • Ber ábyrgð á framkvæmd rekstrar-, fjárhags-, launa- og starfsáætlana í samvinnu við bæjarstjóra og stjórnendur Vestmannaeyjabæjar.
 • Umsýsla með fundargerðum, ritun fundargerða framkvæmd og eftirfylgni með málum bæjarráðs og bæjarstjórnar. 
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
 • Viðbótarnám er kostur.
 • Þekking og farsæl reynsla af stjórn fjármála og reksturs, þ.m.t. áætlanagerð.
 • Farsæl reynsla af stjórnun.
 • Þekking og reynsla á opinberri stjórnsýslu.
 • Þekking og reynsla af málefnum sveitarfélaga er kostur.
 • Leiðtogahæfni og framúrskarandi samskiptahæfileikar.
 • Hæfni til að leiða og hrinda í framkvæmd verkefnum teymisvinnu.
 • Góðir skipulagshæfileikar, sveigjanleiki og víðsýni.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta og góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Auglýsing stofnuð6. desember 2023
Umsóknarfrestur20. desember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Kirkjuvegur 50, 900 Vestmannaeyjar
Starfsgreinar
Starfsmerkingar