Hestamannafélagið Sprettur
Hestamannafélagið Sprettur var stofnað árið 2012 og samanstendur félagið af hestamannafélaginu Gusti, Kópavogi og Hestamannafélaginu Andvara, Garðabæ. Sameinuð mynda þessi félög nú öfluga heild í Hestamannafélaginu Spretti. Sprettur er með starfsemi sína á Kjóavöllum og er eitt stærsta hestamannafélag landsis með á annað þúsund félagsmenn.
Framkvæmdastjóri Spretts
Hestamannafélagið Sprettur auglýsir laust til umsóknar spennandi starf framkvæmdastjóra Spretts. Við leitum að drífandi stjórnanda sem mun ásamt stjórn, yfirþjálfara og öflugum hópi sjálfboðaliða tryggja markvissa og metnaðarfulla starfsemi í félaginu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á leiðtogahæfileika, skipulagsfærni og metnað. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri Spretts og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum sem stjórn hefur gefið.
Starfshlutfallið er 50%.
Við leitum að aðila með framúrskarandi samskiptahæfni, leiðtogafærni og óbilandi áhuga á að byggja upp framúrskarandi félag með ungmennafélagsandann að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með daglegum rekstri og starfsemi Spretts
- Stýring fjármála, áætlunargerð og kostnaðareftirlit
- Tekjuöflun og markaðssetning félagsins
- Eftirfylgni með innleiðingu stefnu í samráði við stjórn og félagsmenn
- Ábyrgð og umsjón með útleigu á eignum félagsins
- Samskipti við stjórn félagsins, félagsmenn, fjölmiðla, opinbera aðila og hagsmunaaðilar
- Innkaup, samningagerð og samskipti við styrktaraðila og birgja
- Viðburða og verkefnastjórnun á vegum félagsins
- Samskipti og utanumhald um nefndir félagsins
- Þjónusta við félagsmenn og utanumhald um félagatal
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við stjórn
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Haldbær reynsla af stjórnun og rekstri
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Rík þjónustulund og drifkraftur
- Hæfni til að miðla upplýsingum og veita stuðning í verkefnum
- Góð tölvufærni og hæfni til að setja sig inn í nýja tækni
- Þekking og áhugi á að setja sig inn í ólík verkefni
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Reynsla og þekking á íþróttastarfi er æskileg
- Reynsla í notkun á bókhaldskerfi væri kostur
Auglýsing birt27. ágúst 2024
Umsóknarfrestur8. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Hestheimar 14-16 14R, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (7)
Forstöðumanneskja Orkuframleiðslu
Orka náttúrunnar
Rekstrar- og Fjármálastjóri
Húðfegrun
Verkefnastjóri
Icelandic Glacial
Country Manager (Iceland)
Berjaya Coffee Iceland ehf.
Golfklúbbur Borgarness (GB) leitar að framkvæmdarstjóra
Golfklúbbur Borgarness
Rekstrarstjóri / Sölu- og markaðsmál
Hringiðan Internetþjónusta
Landssamtök íslenskra stúdenta leita að framkvæmdastjóra
Landssamtök íslenskra stúdenta