Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Framkvæmdastjóri mannauðs

Við leitum að framsýnum, jákvæðum og drífandi leiðtoga til að leiða mannauðssvið Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Leitað er að einstaklingi með mikinn áhuga og reynslu af mannauðsmálum. Framkvæmdastjóri mannauðs heyrir undir forstjóra og er hluti af framkvæmdastjórn. Á stofnuninni er lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð, umbætur í rekstri og ánægju starfsfólks.

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 270 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef stofnunarinnar (www.hvest.is).

Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á að móta og leiða faglega mannauðsstjórnun
  • Tryggja faglegt verklag við ákvarðanatöku og framkvæmd um mannauðsmál
  • Virk þátttaka í stefnumótun, markmiðasetningu og árangursmælingum fyrir stofnunina
  • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og annað starfsfólk þegar kemur að mannauðsmálum
  • Yfirumsjón með gerð stofnanasamninga, launaákvörðunum og stuðningur við launafulltrúa vegna launasetningar
  • Yfirumsjón með jafnlaunavottun og jafnlaunagreiningum
  • Mannaforráð með móttökuriturum, heilbrigðisgagnafræðingum og starfsfólki eldhúss
  • Frumkvæði og virk þátttaka í ýmsum nefndum og teymum, svo sem er varða öryggi, gæði jafnrétti og stofnanasamninga
  • Umsjón með árangursmælingum og könnunum m.a. um starfslíðan starfsmanna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi; framhaldsmenntun æskileg
  • Víðtæk reynsla og þekking af mannauðsmálum er skilyrði
  • Stjórnunarreynsla er æskileg
  • Reynsla og þekking af opinberri stjórnsýslu er æskileg
  • Þekking og reynsla af kjara- og stofnanasamningum æskileg
  • Áhugi og reynsla af umbótarstarfi og breytingarstjórnun
  • Góðir leiðtoga- og samskiptahæfileikar
  • Áreiðanleiki, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Góð málakunnátta og færni til að setja fram mál í ræðu og riti
Auglýsing birt7. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Torfnes, 400 Ísafjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.MannauðsstjórnunPathCreated with Sketch.RáðningarPathCreated with Sketch.Starfsmannahald
Starfsgreinar
Starfsmerkingar