Malbikunarstöðin Höfði
Malbikunarstöðin Höfði
Malbikunarstöðin Höfði sinnir fjölbreyttum verkefnum sem öll snúa að þjónustu við vegakerfi landsmanna og höfuðborgarbúa. Fyrirtækið framleiðir malbik í hæsta gæðaflokki og fyrir íslenskar aðstæður. Malbikunarstöðin Höfði hf. er framsækið fyrirtæki með jafnlaunavottun, vottun á ISO 9001 gæðastaðli, ISO 14001 umhverfisstaðli og ISO 45001 öryggisstaðli.
Malbikunarstöðin Höfði

Framkvæmdastjóri - Malbikunarstöðin Höfði

Stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða (MBH) óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. MBH er í eigu Reykjavíkurborgar og Aflvaka hf. Leitað er að metnaðarfullum stjórnanda til að leiða MBH áfram.

Helstu verkefni og ábyrgð
Daglegur rekstur félagsins
Stefnumótun í samvinnu við stjórn
Yfirumsjón með fjármálum
Samskipti við hið opinbera og aðra samstarfsaðila
Samningagerð við stærstu viðskiptavini og birgja
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Farsæl stjórnunar- og rekstrarreynsla
Reynsla af samningagerð
Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
Drifkraftur og framsýni
Framúrskarandi samskiptahæfni
Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing stofnuð7. september 2023
Umsóknarfrestur20. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Sævarhöfði 6-10 6R, 110 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.