
Kraftur
Stuðningsfélagið Kraftur var stofnað 1. október 1999 og hefur það að leiðarljósi að beita sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða og styðja ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Félagið er fyrir fólk á aldrinum 18 – 40 ára en þar sem félagið er einnig fyrir aðstandendur er fólk á öllum aldri í félaginu. Félagið hefur aðstöðu hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands án endurgjalds og er KÍ einn helsti styrktaraðili Krafts en félagið er einn af stuðningshópum Krabbameinsfélagsins.
Megin markmið Krafts eru að styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur með því að halda úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar og stuðla að samvinnu félagasamtaka, heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem koma að málefnum þeirra sem tengjast sjúkdómnum.
Starfsemi Krafts felst í því:
að veita andlegan og félagslegan stuðning við þá sem greinast og aðstandendur þess.
að gæta hagsmuna félagsmanna og standa vörð um réttindi þeirra gagnvart opinberum aðilum.
að halda úti öflugu stuðningsneti þar sem áhersla er lögð á jafningjastuðning byggðan á persónlegri reynslu.
að veita félagsmönnum sálfræðiþjónustu.
að reka Neyðarsjóð Krafts.
að standa fyrir útgáfu á árlegu fréttabréfi og fræðsluefni í formi bæklinga og bóka.
að halda reglulegar uppákomur í nafni félagsins t.a.m. kaffihúsakvöld, sumargrill, aðventukvöld og fleira.

Framkvæmdastjóri Krafts
Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur, og leggur áherslu á félagslegan og andlegan stuðning, hagsmunagæslu og fræðslu.
Hlutverk framkvæmdastjóra er að tryggja faglega, markvissa og metnaðarfulla starfsemi félagsins í samstarfi við öflugt teymi starfsfólks, sjálfboðaliða, fagaðila, önnur hagsmunasamtök samtök, stjórnvöld og stjórn. Um er að ræða spennandi og fjölbreytt starf þar sem reynir á leiðtogahæfileika, metnað og mikla skipulagshæfni. Framkvæmdastjóri félagsins heyrir beint undir stjórn félagsins og ber ábyrgð á daglegum rekstri og framkvæmd stefnu þess.
Helstu verkefni og ábyrgð
Daglegur rekstur og stefnumótun:
- Framkvæmdastjóri ábyrgð á daglegum rekstri félagsins og tryggir að hann sé í samræmi við lög, samþykktir félagsins og ákvarðanir stjórnar.
- Tekur virkan þátt í stefnumótun félagsins í samstarfi við stjórn, leggur fram tillögur um þróun þjónustu og ný verkefni og ber ábyrgð á innleiðingu stefnu félagsins til að tryggja að starfsemin fylgi settum markmiðum.
- Fer árlega yfir stefnu félagsins í samstarfi við stjórn til að meta árangur og tryggja að félagið sé á réttri leið.
- Hefur yfirumsjón með skipulagi og stefnumótun þjónustu félagsins, þar á meðal jafningjastuðningi, fræðslu, félagsstarfi og kynningarmálum.
Starfsmannahald:
- Sér um ráðningar, stýrir starfsmannahaldi og ber ábyrgð á faglegri þróun starfsfólks og sjálfboðaliða.
- Tryggir að starfsfólk og sjálfboðaliðar starfi í samræmi við siðareglur félagsins.
Fjárhagsstjórn og fjáröflun:
- Ber ábyrgð á fjármálum félagsins, fjárhagsáætlun og rekstrarlegri sjálfbærni í samstarfi við stjórn.
- Tryggir að fjáröflunarstefnu félagsins sé framfylgt og styður við starf Fjáröflunarstjóra í þróun fjáröflunarverkefna, styrktarsamninga og samstarfs við styrktaraðila.
- Kynnir stjórn fjárhagsstöðu ársfjórðungslega og vinnur að gerð ársreiknings með gjaldkera félagsins.
Hagsmunagæsla og samstarf:
- Tryggir að hagsmunum félagsmanna sé fylgt eftir gagnvart opinberum aðilum.
- Styrkir og viðheldur tengslum við Landspítala, stjórnvöld, önnur krabbameinsfélög og hagsmunaaðila.
- Þarf að geta sett sig inn í hin ýmsu málefni sem tengjast málaflokknum og eflt umræðu til muna í samfélaginu.
- Er talsmaður félagsins og tryggir sýnileika þess í samfélaginu.
- Viðheldur samstarfi og reglulegum samskiptum við systurfélög erlendis til að miðla þekkingu, deila reynslu og efla þróun starfseminnar.
Fundir og skýrslugjöf:
- Undirbýr stjórnarfundi ásamt formanni stjórnar og situr fundi með umræðu- og tillögurétt.
- Skrifar ársskýrslu í samstarfi við formann fyrir aðalfund.
- Undirbýr aðalfund og heldur öllum sem að honum koma upplýstum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af stjórnunarstörfum, verkefnastjórnun eða rekstri.
- Afburðar færni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfni.
- Þekking á fjármálastjórnun og fjáröflun.
- Reynsla eða þekking á málaflokknum, t.d. stuðningi við ungt fólk með krabbamein, aðstandendur eða skyldum heilbrigðis- og velferðarmálum, er mikilvæg.
- Reynsla af markaðs- og kynningarmálum.
- Þekking eða reynsla af starfi innan félagasamtaka er kostur.
- Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfileikar.
- Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti.
Auglýsing birt14. febrúar 2025
Umsóknarfrestur28. febrúar 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar