Grænir skátar ehf.
Grænir skátar ehf.

Framkvæmdastjóri Grænna skáta

Grænir skátar leita að framkvæmdastjóra í fullt starf. Um er að ræða fjölbreytt starf sem krefst bæði forystuhæfileika en auk þess vilja og hæfni til að sinna ýmsum verkefnum í daglegum rekstri. Fyrirtækið leggur áherslu á arðsaman rekstur og samfélagslega ábyrgð. Fyrirtækið stuðlar að sjálfbærni og náttúruvernd með starfsemi sinni og veitir einstaklingum með skera starfsgetu atvinnutækifæri.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir áhuga á starfinu og rökstuðningur um hæfni til að geta sinnt starfinu með farsælum hætti.

Um Græna skáta:

Grænir Skátar er endurvinnslufyrirtæki í eigu Skátahreyfingarinnar á Íslandi. Helstu verkefni þess er söfnun skilagjaldsskyldra umbúða frá fólki og fyrirtækjum. Fyrirtækið rekur 150 söfnunargáma á stór-höfuðborgarsvæðinu, móttökustöð fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir auk söfnunar- og flokkunarstöðvar. Hjá fyrirtækinu starfa 40 starfsmenn í 20 stöðugildum. Fyrirtækið hefur langa sögu af því að bjóða fólki með skerta starfsgetu atvinnu. Allur ágóði af starfsemi félagsins fer til uppbyggingar Skátastarfs á Íslandi

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Stýra daglegum rekstri fyrirtækisins og gæta jafnvægis milli fjárhagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta starfseminnar
 • Forysta og framkvæmd á nýlegri stefnumótun félagsins
 • Umsjón og ábyrgð með fjármálastjórn, þ.m.t. áætlanagerð, mælingum og eftirfylgni. 
 • Ábyrgð á að byggja upp og leiða fjölbreyttan hóp starfsmanna til árangurs
 • Innkaup á stærri rekstrarvörum
 • Ábyrgð á samskiptum við helstu samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila
 • Markaðs- og sölumál
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Farsæl reynsla af rekstri
 • Leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar til að leiða einstakt fyrirtæki til árangurs
 • Hæfni til að styðja öflugan hóp starfsmanna til ábyrgðar og nýta mismunandi hæfileika allra starfsmanna óháð starfsgetu.
 • Viðleitni til að sinna ýmsum úrlausnarefnum í daglegum rekstri
 • Háskólamenntun eða önnur menntun sem að nýtist í starfi
Auglýsing stofnuð13. janúar 2024
Umsóknarfrestur28. janúar 2024
Starfstegund
Staðsetning
Hraunbær 123, 110 Reykjavík
Eldshöfði 18, 110 Reykjavík
Tungumálakunnátta
EnskaEnskaFramúrskarandi
ÍslenskaÍslenskaReiprennandi
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar