Framkvæmdastjóri Félags fósturforeldra
Félag fósturforeldra leitar eftir framkvæmdastjóra í 50-60% starf. Ráðningin er tímabundin í 6 mánuði með möguleika á framlengingu og aukningu í starfshlutfalli.
Um er að ræða nýtt og spennandi starf og því eru miklir möguleikar á að móta og þróa starfið. Félagið leitar eftir drífandi, úrræðagóðum og sjálfstæðum einstakling sem getur verið í leiðandi hlutverki við að bæta líf fósturfjölskyldna á Íslandi og við að styrkja rekstrargrundvöll félagsins. Framkvæmdastjóri vinnur náið með stjórn félagsins og verður fyrsti starfsmaður þess.
Vinnutími er sveigjanlegur og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
- Fjáröflun og þróun styrktarleiða.
-
Utanumhald og samskipti við félagsmeðlimi.
-
Almennur rekstur.
-
Kynningarstarf og utanumhald miðla.
-
Samskipti við stofnanir og fyrirtæki.
-
Verkefnastjórnun á sérstökum verkefnum og viðburðum.
-
Skráning á verkefnum og fyrirspurnum.
-
Undirbúningur fyrir stjórnarfundi.
-
Sjálfstæði í vinnubrögðum, drifkraftur og skipulagshæfni skilyrði.
-
Menntun sem nýtist í starfi.
-
Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
-
Reynsla af fjáröflun og kynningarmálum.
-
Góð hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði.
-
Reynsla af vefumsjón/textagerð og efnisgerð kostur.
-
Þekking á málefnum fósturfjölskyldna kostur, en skilyrði að hafa áhuga á málaflokknum.
-
Hreint sakavottorð er skilyrði.