Stoð
Stoð
Stoð er framsækið þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði sem stofnað var árið 1982. Fyrirtækið sérhæfir sig í lausnum, vörum og þjónustu fyrir fatlaða, aldraða og fólk með stoðkerfisvandamál. Í glænýju og sérhæfðu húsnæði Stoðar að Draghálsi 14 -16 starfa yfir 30 manns, m.a. fjöldi sérfræðinga við smíði á spelkum, gervilimum, skóm og innleggjum. Einnig aðstoðar starfsfólk viðskiptavini við val á hjálpartækjum, skóm o.fl. Nánari upplýsingar má finna á www.stod.is.

Framkvæmdastjóri

Stoð óskar eftir að ráða drífandi leiðtoga í krefjandi og áhugavert starf framkvæmdastjóra. Viðkomandi þarf að búa yfir leiðtogahæfileikum, samskiptahæfni, getu til að hrinda verkefnum í framkvæmd og drifkrafti til að leiða starfsfólk að sameiginlegum markmiðum.

Framkvæmdastjóri Stoðar starfar samkvæmt stefnu, gildum og framtíðarsýn fyrirtækisins og er öðrum til fyrirmyndar í hreinskiptni, framsækni og áreiðanleika. Stoð er eitt af fimm dótturfyrirtækjum samstæðu Veritas og starfa fyrirtækin náið saman.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á daglegum rekstri og afkomu fyrirtækisins, þ.m.t. mannauðsmálum, birgðum, upplýsingatækni o.fl.
  • Ábyrgð á áætlanagerð og uppgjöri
  • Tilboðs- og samningagerð við innlenda og erlenda aðila
  • Samskipti við viðsemjendur, birgja og aðra hagsmunaaðila
  • Stuðningur við deildarstjóra og annað lykilstarfsfólk
  • Ábyrgð á markmiðum og áætlunum gagnvart stjórn
  • Þátttaka í framkvæmdastjórn Veritas og stefnumótun samstæðunnar


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af stjórnun, rekstri og mannauðsmálum er nauðsynleg
  • Reynsla af smásölurekstri og markaðsstarfi er kostur
  • Þekking og reynsla af framkvæmd opinberra útboða og samskiptum við aðila innan heilbrigðisgeirans
  • Reynsla og þekking á heilbrigðisþjónustu er kostur
  • Reynsla af alþjóðaviðskiptum og samningagerð
  • Leiðtoga- og forystuhæfileikar
  • Drifkraftur, frumkvæði og metnaður til að ná árangri
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
  • Skipulagshæfni, góð yfirsýn og geta til að halda mörgum boltum á lofti
  • Góð tungumálakunnátta


Umsóknarfrestur er til og með 4. júní 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfið. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Stoð er framsækið þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði sem stofnað var árið 1982. Fyrirtækið sérhæfir sig í lausnum, vörum og þjónustu fyrir fatlaða, aldraða og fólk með stoðkerfisvandamál. Í glænýju og sérhæfðu húsnæði Stoðar að Draghálsi 14 -16 starfa yfir 30 manns, m.a. fjöldi sérfræðinga við smíði á spelkum, gervilimum, skóm og innleggjum. Einnig aðstoðar starfsfólk viðskiptavini við val á hjálpartækjum, skóm o.fl. Nánari upplýsingar má finna á www.stod.is.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.

Auglýsing stofnuð24. maí 2023
Umsóknarfrestur4. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Dragháls 14-16
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.