Myndstef - Myndhöfundasjóður Íslands
Myndstef – Myndhöfundasjóður Íslands eru höfundaréttarsamtök sjónlistafólks á Íslandi og eru viðurkennd af ráðuneyti. Myndstef er stjórnað af höfundum, en í stjórn Myndstefs eru eingöngu höfundar; ljósmyndarar, myndlistarmenn, hönnuðir og arkitektar. Skráðir félagsmenn eru um 2.700 talsins.
Myndstef sér um að innheimta og úthluta höfunda-og fylgiréttargreiðslur vegna afnota og endursölu höfundavarinna verka. Samtökin veita höfundum aðgang að lögfræðilegri ráðgjöf varðandi höfundarétt og gerð samninga. Einu sinni á ári veita samtökin ferða- og menntunarstyrki og verkefnastyrki til sjónlistahöfunda. Myndstef stendur fyrir fjölmörgum kynningum og fræðslu til höfunda og notenda listaverka. Samtökin fylgjast með og leitast við að hafa áhrif á þróun laga og reglna svo og viðskiptahátta á höfundaréttarsviði ásamt því að annast samningagerð félagsmanna við opinbera aðila og einkaaðila um höfundaréttarleg hagsmunamál félagsmanna.
Framkvæmdastjóri
Laust er til umsóknar starf framkvæmdastjóra Myndstefs – Myndhöfundasjóðs Íslands. Leitað er að öflugum starfskrafti til þess að leiða starfsemi samtakanna og þau mikilvægu og fjölbreyttu verkefni sem heyra undir þau.
Framkvæmdastjóri starfar undir stjórn samtakanna og er áætlað starfshlutfall 80%. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Óskað er eftir ferilskrá og kynningarbréfi þar sem greint er fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Reynsla á sviði menningar, sjónlistar og/eða höfundaréttar er æskileg
Reynsla af bókhaldi og daglegum rekstri er kostur
Reynsla af umsjón með heimasíðu og/eða samfélagsmiðlum er kostur
Reynsla af stjórnsýslu er kostur
Stjórnunar-og leiðtogafærni, framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar
Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Helstu verkefni og ábyrgð
Daglegur rekstur skrifstofu
Utanumhald um fjármál, innheimtu, úthlutanir og árlega styrkveitingu
Utanumhald og skipulagning funda og viðburða á vegum samtakanna
Samskipti við höfunda og notendur og svara almennum fyrirspurnum
Samvinna og samskipti við innlend og erlend samtök, samstarfsaðila og stjórnsýslu
Umsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum samtakanna
Umsjón og vinna við gerð og uppsetningu nýs innra kerfis
Aðstoð og samvinna með lögfræðingi samtakanna
Önnur tilfallandi verkefni
Auglýsing birt17. október 2022
Umsóknarfrestur30. október 2022
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Skólavörðustígur 12, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiLeiðtogahæfniMetnaðurOpinber stjórnsýslaSkipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Verkefnastjóri Sjálfbærniverkefnis Alcoa og Landsvirkjunar
Austurbrú ses.
Verkefnastjóri birgða
Lyf og heilsa
Verkefnastjóri í stafrænni þróun á upplýsingatæknisviði
Tryggingastofnun
Verkefnastjóri Vinnustundar
Landspítali
Verkefnastjóri framkvæmda
Landsnet hf.
Verkefnalóðs
Landsnet hf.
Verkefnastjóri ferðamála á Austurlandi
Austurbrú ses.
Sérfræðingur í stafrænni þróun
Ölgerðin
Svæðistjóri Suðurlands
HS Veitur hf
Senior Producer
CCP Games
Verkefnastjóri íþróttamála á menntasviði Kópavogsbæjar
Kópavogsbær
Sérfræðingur - Gagnavinnsla
Netorka