Listahátíð í Reykjavík
Listahátíð í Reykjavík var stofnuð árið 1970 og stendur fyrir alþjóðlegri listahátíð annað hvert ár. Hátíðin er í stöðugri þróun. Aðild að Listahátíð í Reykjavík eiga menningar- og viðskiptaráðuneytið, Reykjavíkurborg og fulltrúaráð sem er skipað helstu lista- og menningarstofnunum.
Framkvæmdastjóri
Listahátíð í Reykjavík auglýsir eftir framkvæmdastjóra. Leitað er að einstaklingi með þekkingu á rekstri og stjórnun ásamt þekkingu og áhuga á íslensku menningarlífi.
Framkvæmdastjóri hefur umsjón með fjármálum og rekstri húsnæðis og sinnir meðal annars innlendum og alþjóðlegum samskiptum, samningagerð og starfsmannahaldi.
Framkvæmdastjóri vinnur náið með listrænum stjórnanda hátíðarinnar og er ráðinn til fjögurra ára í senn.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur og stjórnun.
- Starfsmannahald.
- Fjárhagsáætlanagerð, eftirfylgni og uppgjör.
- Samningagerð við listafólk, -stofnanir og styrktaraðila.
- Eftirfylgni styrkumsókna og fjáröflun fyrir hátíðina.
- Þátttaka í markaðs- og kynningarmálum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af stjórnun og rekstri, þ.m.t. uppgjörum, áætlanagerð og eftirfylgni.
- Reynsla af samningagerð.
- Reynsla af kynningu menningarviðburða.
- Leiðtogahæfileikar og skapandi hugsun við verkstjórn og framkvæmd verkefna.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum, metnaður og jákvætt viðmót.
- Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti.
- Skipulagshæfni.
Auglýsing birt28. nóvember 2024
Umsóknarfrestur12. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Lækjargata 3, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (1)