Kuehne+Nagel
Kuehne+Nagel

Framkvæmdastjóri

Vilt þú taka þátt í uppbyggingu eins stærsta flutningafyrirtækis heims á Íslandi?

Alþjóðlega flutningafyrirtækið Kuehne+Nagel opnar starfsstöð á Íslandi og leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi í stöðu framkvæmdastjóra. Viðkomandi mun stýra opnun starfsstöðvarinnar og bera ábyrgð á uppbyggingu, stefnumótun og rekstri fyrirtækisins á Íslandi með áherslu á nýsköpun og viðskiptaþróun.


Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Yfirumsjón með uppbyggingu starfsstöðvar Kuehne+Nagel á Íslandi
  • Ábyrgð á daglegum rekstri og fjármálum
  • Umsjón með stefnumótun, markmiðasetningu og framtíðarsýn fyrirtækisins í samvinnu við stjórn Kuehne+Nagel
  • Viðskiptaþróun og uppbygging viðskiptasambanda
  • Umsjón með innleiðingu og uppsetningu rafrænna lausna og tækninýjunga
  • Samskipti og samstarf við starfsfólk Kuehne+Nagel erlendis

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Að lágmarki 5 ára reynsla af stjórnun og rekstri
  • Samningahæfni og þekking á þróun og innleiðingu nýrra viðskiptahugmynda
  • Þekking og reynsla af flutningageiranum og flutningsþjónustu er kostur
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
  • Leiðtogahæfni, drifkraftur og frumkvæði
  • Lausnamiðuð hugsun og góð aðlögunarhæfni
  • Góð tölvukunnátta. Þekking á rafrænum lausnum og tækninýjungum er kostur
  • Mjög góð enskukunnátta

Um Kuehne+Nagel:
Kuehne+Nagle Group er leiðandi flutningafyrirtæki í alþjóðlegu umhverfi og býður upp á mikil tækifæri á tengslum og þróun. Kuehne+Nagel er fyrirtæki sem treystir á starfsfólk sitt og leggur mikið upp úr góðu vinnuumhverfi þar sem starfsfólki gefst tækifæri á að læra frá þeim bestu í greininni. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 79.000 starfsmenn á 1.300 stöðum í yfir 100 löndum.

Umsóknarfrestur er til og með 30. september nk. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf á ensku. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is) í síma 511 1225.

Auglýsing birt13. september 2024
Umsóknarfrestur30. september 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AlþjóðaviðskiptiPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Viðskiptasambönd
Starfsgreinar
Starfsmerkingar