Þjóðskjalasafn Íslands
Þjóðskjalasafn Íslands
Þjóðskjalasafn Íslands er framkvæmdaaðili opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar og opinbert skjalasafn. Hlutverk safnsins er m.a. að setja reglur og veita leiðbeiningar um skjalastjórn og skjalavörslu, um frágang og afhendingu skjala-og gagnasafna auk þess að tryggja örugga varðveislu og förgun skjala jafn rafrænt sem og á pappír. Þjóðskjalasafn er stærsta safn frumheimilda um sögu íslensku þjóðarinnar og er hlutverk þess að tryggja myndun, vörslu og örugga meðferð opinberra skjala með réttindi borgaranna, hag stjórnsýslunnar og varðveislu sögu íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi.

Frágangur skjala og skráning skjalasafna

Þjóðskjalasafn óskar eftir að ráða starfsfólk í tímabundin störf til allt að tveggja ára við frágang og skráningu skjalasafna.

Helstu verkefni eru:

  • Flokkun, frágangur og skráning ófrágenginna skjalasafna í Þjóðskjalasafni Íslands
  • Flutningur á skjalaöskjum og röðun í hillur


Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Góð kunnátta í algengum notendaforritum
  • Góð kunnátta í íslensku
  • Þekking og reynsla af skjalasöfnum er kostur
  • Þekking og reynsla af starfi við frágang og skráningu skjalasafna er kostur
  • Kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli er kostur
  • Mjög góð samstarfshæfni, jákvæðni og áreiðanleiki
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfni, þjónustulund og færni í samskiptum
  • Gott líkamlegt atgervi er skilyrði þar sem burður á þungum skjalaöskjum er hluti starfsins

Um Þjóðskalasafn Íslands:

Þjóðskjalasafn Íslands er framkvæmdaaðili opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar og opinbert skjalasafn. Hlutverk safnsins er m.a. að setja reglur og veita leiðbeiningar um skjalastjórn og skjalavörslu, um frágang og afhendingu skjala-og gagnasafna auk þess að tryggja örugga varðveislu og förgun skjala jafn rafrænt sem og á pappír. Þjóðskjalasafn er stærsta safn frumheimilda um sögu íslensku þjóðarinnar og er hlutverk þess að tryggja myndun, vörslu og örugga meðferð opinberra skjala með réttindi borgaranna, hag stjórnsýslunnar og varðveislu sögu íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi.

Auglýsing stofnuð10. mars 2023
Umsóknarfrestur28. mars 2023
Starfstegund
Staðsetning
Laugavegur 162, 105 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.Líkamlegt hreysti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.