Alzheimersamtökin
Alzheimersamtökin
Alzheimersamtökin

Fræðslustjóri Alzheimersamtakanna

Nýtur þú þess að miðla þekkingu?

Alzheimersamtökin leita að fræðslustjóra í fullt starf sem ber ábyrgð á allri fræðslu á vegum samtakanna og vinnur náið með framkvæmdastjóra samtakanna.

Alzheimersamtökin vinna að hagsmunamálum einstaklinga með heilabilun og aðstandenda þeirra með stuðningi, ráðgjöf og fræðslu. Einnig að auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim áskorunum sem einstaklingar með heilabilun og aðstandendur þeirra glíma við frá degi til dags.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Utanumhald og skipulag fræðslu á vegum samtakanna.
  • Miðlun þekkingar með fræðsluerindum á staðnum og í gegnum fjarfundi.
  • Gerð fræðsluefnis fyrir alla miðla. 
  • Umsjón með samstarfi við sjálfboðaliða samtakanna um land allt.  
  • Þátttaka í skipulagningu viðburða á vegum samtakanna.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Sjálfstæði, frumkvæði og aðlögunarhæfni.
  • Færni í textaskrifum og auga fyrir uppsetningu fræðsluefnis fyrir mismunandi miðla.
  • Færni og reynsla af miðlun þekkingar í ræðu og riti og notkun stafrænna miðla. 
  • Þekking á heilabilun. 
Auglýsing birt8. nóvember 2024
Umsóknarfrestur24. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Suðurgata 41, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar