Eimskip
Eimskip er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem sinnir gáma- og frystiflutningum í Norður-Atlantshafi og sérhæfir sig í flutningsmiðlun með áherslu á flutninga á frosinni og kældri vöru. Með siglingakerfi sínu tengir Eimskip saman Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland. Félagið starfrækir 56 skrifstofur í 20 löndum og hefur á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks en í heildina starfa um 1.700 manns af 43 þjóðernum hjá félaginu.
Fræðslustjóri
Eimskip leitar að kröftugum og metnaðarfullum fræðslustjóra.
Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í alþjóðlegu umhverfi hjá framsæknu og traustu fyrirtæki.
Starfið er á Mannauðs- og samskiptasviði félagsins sem starfar þvert á Eimskips samstæðuna, en sviðinu tilheyra m.a. mannauðs-, markaðs-, og samskiptamál.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning og umsjón með fræðslu og fræðslukerfi félagsins
- Framleiðsla, markaðssetning og miðlun kennsluefnis
- Greining fræðsluþarfa, áætlanagerð og mat á fræðslustarfi
- Náin samvinna með mannauðsteymi, stjórnendum og deildum til að samræma fræðslu við aðrar mannauðsáætlanir
- Ýmis mál og verkefni tengd fræðslumálum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Haldbær reynsla af fræðslumálum
- Reynsla af framleiðslu, gerð stafræns efnis, markaðssetningu og miðlun kennsluefnis
- Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Mjög góð tölvukunnátta og færni til að læra á ný kerfi
- Mikil skipulagshæfni og jákvætt viðhorf
- Sjálfsstæði, frumkvæði og hæfni til þess að vinna undir álagi
- Framúrskarandi samskiptafærni og rík þjónustulund
Fríðindi í starfi
- Öflugt starfsmannafélag sem rekur fjölda orlofshúsa víðs vegar um landið
- Heilsu- og hamingjupakki fyrir starfsfólk sem inniheldur m.a. heilsuræktarstyrk, sálfræðiþjónustustyrk og samgöngustyrk
- Farsímaáskrift og heimanet
- Nútímaleg vinnuaðstaða
- Spennandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi
- Sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi
- Gott mötuneyti og matur niðurgreiddur fyrir starfsfólk
Auglýsing birt29. nóvember 2024
Umsóknarfrestur8. desember 2024
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Sundabakki 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Þjónustustjóri - Heilsugæslan Mosfellsumdæmi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Bókari 100% starf - framtíðarstarf
Epal hf.
Bókari/uppgjörsaðili
HSE Bókhald & Uppgjör ehf.
Starfsmaður óskast í móttöku verkstæðis
Bílaspítalinn ehf
Sérfræðingur í umsjónardeild á Suðursvæði
Vegagerðin
Deildarstjóri í launadeild
Fjarðabyggð
Sérfræðingur í innheimtu
Arion banki
Þjónustufulltrúi skipulags- og byggingarmála
Fjarðabyggð
Sérfræðingur á skrifstofu SSF – launavinnsla og fjármál
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja
Símsvörun - þjónustuver
Teitur
Þjónustustjóri - Heilsugæslan Seltjarnarnes og Vesturbær
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Tjónafulltrúi ferðatjóna
Vörður tryggingar