Starfsmaður í framleiðslu

Fóðurblandan Korngarðar 12, 104 Reykjavík


Fóðurblandan leitar eftir starfsmannií framtíðarstarf í framleiðslu á húsdýrafóðri í verksmiðju okkar í Reykjavík. 

Fóðurblandan er leiðandi framleiðslu- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á fóðri fyrir landbúnað og áburði. Einnig seljum við rekstrarvörur fyrir landbúnað í þremur verslunum á Suðurlandiog hjá endursöluaðilum um allt land. Við þjónustum bændur um allt land og keyrum út fóður alla daga vikunnar.
Hjá Fóðurblöndunni vinna um 50 starfsmenn.

 

Helstu verkefni :

 • Framleiðsla á fóðri skv. framleiðsluáætlunum.
 • Daglegt skipulag í samstarfi við vaktstjóra.
 • Sýnataka og gæðaprófanir.
 • Umsjón með þrifum skv. gæðahandbók og tilfallandi viðhald á framleiðslulínu ásamt þátttöku í birgðaeftirliti.
 • Samskipti við söludeild, fóðurdreifingu og lager.
 • Unnið er á vöktum í Reykjavík.

Hæfniskröfur :

 • Reynsla af framleiðslustörfum.
 • Góð íslenskukunnátta.
 • Geta unnið sjálfstætt og í teymi.
 • Reglusemi og góð ástundun.
 • Góð almenn tölvukunnátta á Office.
 • Þekking á vélbúnaði er kostur.

Allar nánari upplýsingar um starfið gefur Daði Hafþórsson, framkvæmdarstjóri framleiðslusviðs, dadi@fodur.is

Auglýsing stofnuð:

05.06.2019

Staðsetning:

Korngarðar 12, 104 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi