Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar

Forstöðumanneskja Orkuframleiðslu

Við leitum að framsæknum leiðtoga í framkvæmdastjórn Orku náttúrunnar.

Forstöðumanneskja orkuframleiðslu leiðir umfangsmikla starfsemi framleiðsluhliðar ON, skipuleggur- og fylgir eftir framleiðsluáætlunum og stýrir daglegum rekstri virkjana á Nesjavöllum, Andakíl og Hellisheiði, stærstu jarðvarmavirkjun í Evrópu.

Forstöðumanneskja orkuframleiðslu, sem mun sitja í framkvæmdastjórn og gegna lykilhlutverki í að fyrirtækið nái markmiðum sínum, gegnir ábyrgðarhlutverki gagnvart því að tryggja framleiðsluöryggi, vinnur að stöðugum umbótum og hámarks nýtingu auðlinda á ábyrgan hátt með öryggi, umhverfi og hagkvæmni í forgrunni.

Þeir eiginleikar sem við leitum eftir eru metnaður og áræðni í bland við framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfileika. Við metum víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri mikils.

Viðkomandi þarf að búa yfir reynslu af því að gegna lykilhlutverki við stefnumótun og innleiðingu breytinga ásamt vilja til að vinna markvisst að öryggis-, jafnréttis- og umhverfismálum.

Slíkt krefst frumkvæðis og útsjónarsemi til þess að mæta þeim áskorunum sem einkenna nýsköpunar- og hátæknifyrirtæki í orkuiðnaði.

Mikilvægasti eiginleikinn er þó brennandi áhugi á orku-, sjálfbærni og umhverfismálum í víðu samhengi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Á meðal helstu verkefna eru:

  • Að hámarka nýtingu auðlinda á ábyrgan og hagkvæman hátt
  • Leiðtoga- og stuðningshlutverk gagnvart framúrskarandi hópi fagfólks á sviði orkuframleiðslu í virkjunum ON
  • Ábyrgð á daglegum rekstri í samræmi við framleiðsluáætlanir, gæða- og öryggismarkmið
  • Tryggja framleiðsluöryggi og árangursríka rekstrarstýringu virkjana með áherslu á öruggan, umhverfisvænan og hagkvæman rekstur
  • Umsjón með starfsleyfisskilyrðum og fylgni við gæðamælikvarða, öryggiskröfur og aðrar reglugerðir
  • Samskipti og samstarf við innri og ytri hagaðila, þar á meðal birgja, þjónustuaðila og eftirlitsaðila
  • Þátttaka í mótun og innleiðingu stefnu og framtíðarsýnar Orku náttúrunnar
  • Ábyrgð á þjálfun og þróun starfsfólks, kortlagningu þekkingar og hæfniþróun teyma
  • Þátttaka í opinberum kynningum og móttöku gesta fyrir hönd Orku náttúrunnar ON.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Víðtæk reynsla af stjórnun og rekstri
  • Leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar og færni til að leiða fjölbreytt teymi
  • Reynsla af ábyrgðahlutverkum við innleiðingu stefnu og breytinga
  • Geta og vilji til að vinna markvisst að öryggis-, jafnréttis- og umhverfismálum
  • Ríkir samskipta- og samstarfshæfileikar með áherslu á fagleg vinnubrögð og heiðarleika
  • Færni í markmiðasetningu og undirbúningi, framkvæmd og eftirfylgni aðgerða sem miða að því að framúrskarandi árangri sé náð
  • Góð tölvufærni og reynsla af notkun hugbúnaðar fyrir rekstrar- og framleiðslustýringu er kostur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur

Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir hæfni sinni í starfið m.t.t. ofangreinds.

Auglýsing birt10. september 2024
Umsóknarfrestur25. september 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Hellisheiðarvirkjun
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.BreytingastjórnunPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Stefnumótun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar