

Forstöðumaður umhverfismiðstöðvar
Reykjanesbær leitar að kraftmiklum, þjónustulundum og lausnamiðuðum einstaklingi í stöðu forstöðumanns Umhverfismiðstöðvar. Forstöðumaður hefur það hlutverk að sjá til þess að samgöngumannvirki í sem víðustum skilningi séu í þannig ásigkomulagi að ekki stafi hætta af fyrir íbúa sveitarfélagsins. Að tryggja að umhirða og ástand opinna svæða, leik- og grunnskólalóða sé í lagi og standist allar opinberar kröfur.
Forstöðumaður hefur í öndvegi þá skyldu að þjóna íbúum, upplýsa íbúa um þær skyldur sem á sveitafélaginu hvíla og hvar mörkin liggja og leiðbeina þar um.
Á umhverfismiðstöð starfa um 20 manns, næsti yfirmaður er deildarstjóri umhverfismála.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni:
- Yfirumsjón með viðhaldi gatna, stíga, gangstétta og annarra gatna innviða
- Yfirumsjón með viðhaldi opinna útivistarsvæða, almenningsgarða og leiksvæða
- Yfirumsjón vetrarþjónustu (hálkuvarna, snjó ruðnings o.fl.)
- Samstarf við umhverfisstjóra um skógrækt, uppgræðslu, grasslátt, sáningu og önnur umhverfisverkefni.
- Samstarf við skipulagsfulltrúa, verkefnastjóra skipulagsmála o.fl. um innleiðingu og útfærslu hraðatakmarkandi aðgerða og umferðaröryggismál.
- Umsjón með stuðningi umhverfismiðstöðvar við aðrar stofnanir Reykjanesbæjar.
- Viðhald á leik- og grunnskólalóðum að beiðni eignasviðs Reykjanesbæjar
- Mannaforráð umhverfismiðstöðvar í umboði deildarstjóra umhverfismála.
- Tekur þátt í stefnumótun sviðsins, annast gerð starfsáætlunar, fjárhagsáætlunar og ársskýrslu í samstarfi við deildarstjóra umhverfismála og sviðsstjóra
- Fjárhagslega ábyrgð gangavart deildarstjóra umhverfismála. Annast áætlunargerð fyrir umhverfismiðstöð og fleiri gjaldalykla.
- Samþykkir reikninga eftir ítarlega yfirferð og ber ábyrgð á uppgjöri gagnvart deildarstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Tækni og/eða iðnmenntun er nýtist í starfi
- Reynsla af verklegum framkvæmdum skilyrði
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af verkstjórn og samningum við verktaka og þjónustuaðila æskileg
- Krafa er gerð um hæfni og þekkingu á eftirliti og úttektum framkvæmda á götum, stígum, lögnum og opnum svæðum
- Áhersla á virðingu, lipurð í þjónustu og lausnarmiðuð samskipti við viðskiptavini, íbúa, verktaka og samstarfsmenn
- Góð almenn tölvukunnátta. Hæfni í Word og Excel æskileg
- Skipulagsfærni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli skilyrði











