Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Forstöðumaður Tómstundaseturs

Tómstundasetur er ný starfsemi þar sem boðið er upp á frístunda- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni úr Hafnarfirði. Aðstaðan er í nýju húsnæði að Selhellu 7. Stór hluti þjónustunnar er frístundastarf fyrir framhaldsskólanema með fötlun sem fer fram að skóladegi loknum en auk þess fer annað fjölbreytt tómstunda- og félagsstarf fram í Tómstundasetrinu. Starfshópur á vegum Hafnarfjarðarbæjar vinnur að mótun starfseminnar.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Dagleg stjórnun og rekstur starfseminnar
  • Skipulagning á starfsemi Tómstundaseturs
  • Þátttaka í stefnumótun og forysta við þróun verkefna
  • Ábyrgð á starfsmannamálum
  • Samstarf við þjónustuþega og forráðamenn þeirra
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur viðkomandi

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • BA gráða í þroskaþjálfafræði, tómstunda- og félagsmálafræði eða sambærileg menntun
  • Meistaragráða í þroskaþjálfafræði, uppeldis- og menntunarfræði, tómstunda- og félagsmálafræði, fötlunarfræði eða stjórnun
  • Reynsla af sambærilegu starfi ásamt reynslu af stjórnun með mannaforráð
  • Góð reynsla af skipulagningu tómstundastarfs
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
  • Þjónustulund og geta til að aðlagast breyttum aðstæðum
  • Geta og áhugi á að valdefla samstarfsmenn og þjónustunotendur og vinna eftir lýðræðislegum starfsaðferðum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta
Auglýsing birt2. október 2024
Umsóknarfrestur14. október 2024
Staðsetning
Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar