Mosfellsbær
Mosfellsbær
Mosfellsbær

Forstöðumaður stuðningsþjónustu barna í Mosfellsbæ

Mosfellsbær óskar eftir að ráða öflugan, framsýnan og lausnamiðaðan einstakling til að leiða þróun og innleiðingu frekari breytinga á stuðningsþjónustu barna í sveitarfélaginu í takt við aðgerðaráætlunina Börnin okkar. Viðkomandi mun einnig veita skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni og frístundaklúbbnum Úlfinum forstöðu.

Um er að ræða nýtt, spennandi og krefjandi starf þar sem þjónusta er veitt til barna á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri, starfsmannahaldi, innra skipulagi, áætlanagerð og faglegu starfi í samstarfi við faglegt teymi staðanna.

Forstöðumaður verður hluti af öflugu teymi forstöðumanna á velferðarsviði. Um er að ræða umfangsmikið og áhugavert starf í skemmtilegu starfsumhverfi.

Ráðið er í starfið frá 1. apríl.

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsfólks í daglegu starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fagleg forysta í málefnum barna sem undir starfið heyrir
  • Byggja upp og viðhalda öflugu teymi fagfólks 
  • Utanumhald um rekstur og starfsmannamál sem og utanaðkomandi þjónustu
  • Skipulagning á faglegu starfi í samstarfi við fagteymi
  • Stýring á innra starfi og ábyrgð á veittri þjónustu 
  • Samskipti við lykilaðila, s.s. notendur, aðstandendur, samstarfsaðila innan og utan Mosfellsbæjar sem og aðra hagaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsgráða skilyrði
  • Haldbær reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi
  • Framúrskarandi skipulags- og leiðtogahæfileikar
  • Haldgóð reynsla af starfi með börnum
  • Reynsla af breytingastjórnun er kostur
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Mikil hæfni í samskiptum 
  • Mjög góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt24. janúar 2025
Umsóknarfrestur9. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.RáðningarPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StarfsmannahaldPathCreated with Sketch.Vaktaskipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar