Heilbrigðisráðuneytið
Heilbrigðisráðuneytið

Forstöðumaður Stafrænnar heilsu, þróunar- og þjónustumiðstöðvar

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar nýtt embætti skrifstofustjóra og forstöðumanns nýrrar einingar sem bera mun nafnið Stafræn heilsa - þróunar- og þjónustumiðstöð. Einingin er hluti af heilbrigðisráðuneytinu og er undir yfirstjórn ráðuneytisstjóra. Hlutverk hennar verður að samhæfa öll stafræn verkefni í heilbrigðisþjónustu og tryggja yfirsýn. Einnig að styðja við nýsköpun og þar með aðkomu einkaaðila. Starfið þarf að þróa en til að byrja með munu verkefnin lúta að innviðum sjúkraskráa, upplýsingaöryggi, stöðlum og nýsköpun.

Helstu verkefni og ábyrgð

Forstöðumaður er embættismaður og ber ábyrgð á að miðstöðin starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem heilbrigðisráðherra setur.

Forstöðumaður ber ábyrgð á þeirri þjónustu sem miðstöðin veitir, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við lög um opinber fjármál nr. 123/2015 og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.

Menntunar- og hæfniskröfur

Forstöðumaður skal hafa háskólamenntun og reynslu af rekstri og stjórnun sem nýtist í starfi.

1.      Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi er skilyrði.

2.      Þekking á sviði stafrænnar þróunar og nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu er skilyrði

3.      Reynsla af rekstri og stjórnun, þ.m.t. mannaforráð, sem nýtist í starfi er skilyrði.

4.      Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði.

5.      Umfangsmikil reynsla af stefnumótun og innleiðingu nýjunga er skilyrði.

6.      Skýr framtíðarsýn.

7.      Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur.

8.      Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Kostur er að umsækjandi hafi þekkingu á fjármálum hins opinbera, hafi mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti, góða kunnáttu í ensku og kunnáttu í a.m.k. einu Norðurlandamáli.

Auglýsing birt10. október 2025
Umsóknarfrestur27. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skúlagata 4, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar