
Rannsóknasetur verslunarinnar ses.
Rannsóknasetur verslunarinnar er leiðandi aðili á Íslandi í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Almennt felst starfsemi rannsóknasetursins í að fylgjast með þróun og breytingum er varða verslun og neysluhegðun og koma á framfæri upplýsingum því tengdu til fyrirtækja og almennings. Rannsóknasetrið gegnir lykilhlutverki sem upplýsingaveita um vísitölur og aðra tölfræði sem stjórnendur í verslun þurfa á að halda í ákvarðanatöku í daglegri stjórnun og vegna stefnumótunar til lengri tíma.
Forstöðumaður RSV
Við leitum að forstöðumanni fyrir Rannsóknarsetur verslunarinnar
Leitað er að kraftmiklum og sjálfstæðum aðila sem hefur brennandi áhuga á að vinna að því að efla samkeppnishæfni íslenskrar verslunar og að framfylgja stefnu, markmiðasetningu og framtíðarsýn Rannsóknaseturs verslunarinnar. Um 100% starf er að ræða.
Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri, verkefnastjórn og heyrir undir stjórn Rannsóknaseturs verslunarinnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Farmfylgja stefnu og aðgerðaráætlun stjórnar.
- Túlkun gagna um íslenska verslun og miðlun upplýsinga til markaðarins.
- Auka vitund og þekkingu á starfsemi setursins.
- Umsjón og ábyrgð á áskriftarþjónustu og notendavef.
- Umsjón og ábyrgð á heimasíðu, fréttabréfi og samfélagsmiðlum.
- Uppbygging og viðhald viðskiptasambanda.
- Mánaðarlegir stjórnarfundir.
- Samskipti við fjölmiðla.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Frumkvæði og áræðni.
- Sjálfstæði og öguð vinnubrögð.
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Mjög góð greiningarhæfni.
- Mikill áhugi á sölu og markaðssetningu.
- Framúrskarandi hæfni á töflureikni.
- Góð Excel kunnátta.
- Þekking og reynsla af gagnagrunnum er kostur.
- Reynsla af stafrænum miðlum.
- Lausnamiðað hugarfar og metnaður til að ná árangri í starfi.
- Mjög góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
Auglýsing birt10. júní 2024
Umsóknarfrestur26. júní 2024
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 35, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMicrosoft ExcelSjálfstæð vinnubrögðVinnsla rannsóknargagna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar