InfoCapital ehf.
InfoCapital ehf.
InfoCapital er fjárfestingarfélag stofnað árið 2009. Megináhersla félagsins er að fjárfesta í skráðum og óskráðum fyrirtækjum ásamt því að taka þátt í uppbyggingu öflugra fyrirtækja á sviði nýsköpunar. Hjá InfoCapital starfar einvala lið frumkvöðla með reynslu af stofnun og stjórnun fyrirtækja sem byggð hafa verið frá grunni upp í að vera fjölþjóðleg fyrirtæki með hundruð starfsmanna. Okkar nálgun er að vinna að spennandi verkefnum með áhugaverðu fólki og samstarfsaðilum. Við fjárfestum bæði í formi fjármagns og þekkingar og hlúum að verkefnum á öllum stigum þess.

Forstöðumaður - reikningshald og uppgjör

InfoCapital leitar að metnaðarfullum aðila til að gegna starfi forstöðumanns reikningshalds og uppgjörs samstæðunnar. Um er að ræða nýtt starf hjá félaginu og mun aðilinn bera ábyrgð á að móta starfið en félagið er að hefja innhýsingu á fjölda verkefna sem áður hefur verið úthýst. Það er kostur ef aðilinn getur hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
Færsla og afstemming bókhalds
Almenn launavinnsla og frágangur
Greiðslur á launum og reikningum
Framsetning uppgjöra og annara lykilmælikvarða
Önnur verkefni í samráði við framkvæmdastjóra félagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
Góð og haldbær reynsla af bókhaldi og uppgjörsvinnu
Reynsla af launavinnslu er kostur
Hæfni í mannlegum samskiptum
Framúrskarandi þjónustulund
Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Auglýsing stofnuð22. mars 2023
Umsóknarfrestur31. mars 2023
Starfstegund
Staðsetning
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfstemmingPathCreated with Sketch.LaunavinnslaPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.UppgjörPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.