Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Forstöðumaður Öldunnar

Borgarbyggð óskar eftir að ráða forstöðumann í 100% starf

Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli. Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Í starfsmannamálum eru gildin virðing, áreiðanleiki og metnaður höfð að leiðarljósi.

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu forstöðumanns í Öldunni. Forstöðumaður er ábyrgur fyrir faglegu starfi og rekstri Öldunnar. Við leitum af metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á málefnum fatlaðs fólks.

Aldan býður upp á hæfingu og virkniþjálfun fyrir fólk með skerta starfsgetu. Í Öldunni fer fram starfs- og félagsþjálfun þar sem áhersla er lögð á að viðhalda og auka sjálfstæð vinnubrögð, starfsþrek og félagslega færni sem miðar að því að auka hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi og á almennum vinnumarkaði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sér um stjórnun, áætlanagerð og rekstur Öldunnar
  • Ber ábyrgð á innra starfi, starfsmannamálum og samskiptum samstarfsaðila
  • Ábyrgð og skipulagning á faglegu starfi
  • Veitir leiðsögn til starfsmanna og leiðbeinenda
  • Ber ábyrgð á samvinnu við ýmsar stofnanir og sérfræðinga sem tengjast Öldunni
  • Þátttaka í stefnumótun um þjónustu við fatlað fólk
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þroskaþjálfa- eða iðjuþjálfamenntun
  • Reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi nauðsynleg
  • Reynsla af starfi við félagsþjónustu, málefni fatlaðra eða sambærileg störf mikilvæg
  • Þekking á starfsemi hæfingarstöðva og verndaðra vinnustaða
  • Góðir skipulags-, stjórnunar- og leiðtogahæfileikar
  • Frumkvæði, vandvirkni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Mikil færni í mannlegum samskiptum ásamt ríkri þjónustulund
  • Mjög góð íslenskukunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi
  • 36 klst. vinnuvika 
  • Heilsustyrkur til starfsmanna  

  • Handleiðsla 

Auglýsing birt5. mars 2025
Umsóknarfrestur19. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Sólbakki 4, 310 Borgarnes
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar