Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Stefna Háskólans í Reykjavík er að vera öflugur kennslu- og rannsóknaháskóli með áherslu á tækni og samfélag. Kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík er kennsla og rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, þar sem áhersla er lögð á þverfagleika, alþjóðleg viðmið, nýsköpun og faglega þjónustu. Starfsemin mótast af persónulegum tengslum og virðingu fyrir samfélagi og umhverfi.
Háskólinn í Reykjavík

Forstöðumaður kennslusviðs

Háskólinn í Reykjavík leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í stöðu forstöðumanns kennslusviðs. Hlutverk kennslusviðs er að leiða þróun kennslumála við háskólann, móta og taka þátt í að framfylgja kennslustefnu HR, veita stuðning við kennslu og hafa eftirlit með gæðum náms. Þá ber kennslusvið ábyrgð á stundatöflu- og próftöflugerð, skráningum nemenda, prófahaldi og umsjón með brautskráningarskírteinum nemenda.

Helstu verkefni og ábyrgð
Mótun, þróun og eftirfylgni kennslustefnu í samvinnu við yfirstjórn HR og námsráð.
Dagleg stjórnun kennslusviðs, verkefnastýring, fjármál og starfsmannahald.
Framþróun kennsluhátta, mælingar og eftirlit með gæðum náms við HR, mótun og þróun almennra gæðaviðmiða, samræming verklags vegna gæðaúttekta og eftirfylgd gæðamælikvarða.
Ábyrgð á kennslu,- stundatöflu- og prófakerfum og þátttaka í stafrænni þróun.
Ábyrgð á skipulagi, mati á námi, innritun, prófum og brautskráningu nemenda.
Samskipti og upplýsingamiðlun til kennara, stjórnenda og starfsfólks háskólans varðandi kennslu- og skipulagsmál.
Samstarf við aðila innan og utan skólans vegna málefna er tengjast kennslu, svo sem tölulegra upplýsinga, viðurkenninga námsbrauta, vottana og úttekta.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólanám sem nýtist í starfi, meistaragráða er kostur.
Menntun á sviði kennslufræði, stjórnunar, verkefnastjórnunar, gæðastjórnunar og sambærileg menntun einnig kostur.
Reynsla af stjórnun æskileg.
Áhugi á upplýsingatækni og rafrænum kennsluháttum nauðsynleg.
Þekking á háskólaumhverfi og kennslukerfum kostur.
Haldbær reynsla og/eða þekking á sviði kennslufræða og gæðamála kostur.
Reynsla af kennslu á háskólastigi er kostur.
Færni í greiningu og túlkun tölfræðilegra gagna kostur.
Frumkvæði, skipulagshæfileikar, sjálfstæði í störfum og góð hæfni í samskiptum.
Gott vald á íslensku og ensku.
Auglýsing stofnuð20. september 2022
Umsóknarfrestur9. október 2022
Starfstegund
Staðsetning
Menntasveigur 1, 101 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.