Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Forstöðumaður íþróttamannvirkja

Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns íþróttamannvirkja.

Leitað er að öflugum og metnaðarfullum leiðtoga. Starfið felur í sér faglega og fjárhagslega ábyrgð á starfsemi íþróttamannvirkja í Borgarbyggð auk mótunar og eftirfylgni á þjónustustefnu. Starfið styður einnig við hverskonar íþróttastarfsemi í sveitarfélaginu.

Til íþróttamannvirkja teljast Íþróttamiðstöð og sundlaug í Borgarnesi, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi ásamt grasvöllum og battavöllum við alla grunnskóla í sveitafélaginu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfsemi íþróttamannvirkja í Borgarbyggð
  • Stefnumótun og gerð starfs- og fjárhagsáætlana
  • Stjórnun starfsmannamála og ábyrgð og eftirfylgni í framkvæmd starfsmannastefnu
  • Náið samband við íþrótta- og tómstundafélög, UMSB, skólasamfélagið og aðra sem sinna tómstundamálum, vinnur að mótun og eftirfylgd þjónustustefnu með hagaðilum. 
  • Rekstur og dagleg stjórnun íþróttamannvirkja
  • Hefur umsjón með íþróttasvæðum og knattspyrnuvöllum sveitarfélagsins og hefur eftirlit með samningum um rekstur þessara svæða.   
  • Annast daglega umsjón og eftirlit með framkvæmdum og viðhalds mannvirkja, tækja og búnaðar.  
  • Annast markaðs- og kynningarmál
  • Starfið er í þróun og ljóst er að fleiri verkefni tengd íþrótta og tómstundamálum muni falla undir starfið t.d skipulag á tímum í íþróttamannvirkjum og aukið samstarf við íþróttafélög. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi 
  • Reynsla af rekstri og stjórnun
  • Leiðtogahæfni, góð samskiptahæfni og þjónustulund
  • Faglegur metnaður  
  • Sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfileikar og frumkvæði
  • Góð kunnátta í íslensku máli í ræðu og riti
  • Góð tölvukunnátta
  • Hreint sakavottorð 
Fríðindi í starfi
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Heilsustyrkur til starfsmanna
  • Sveiganlegur vinnutími 
  • Ýmis afsláttarkjör
Auglýsing birt24. október 2024
Umsóknarfrestur7. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Þorsteinsgata 1-3 1R, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StarfsmannahaldPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar