Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með tæplega 38 þúsund íbúa. Nafn bæjarins er dregið af jörðinni Kópavogi sem ríkissjóður átti í byrjun síðustu aldar og leigði út ásamt annarri jörð Digranesi í nágrenni hennar. Kópavogshreppur var stofnaður í byrjun árs 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900. Hreppurinn óx hratt og voru íbúar orðnir 3.783 þegar Kópavogur hlaut kaupstaðarréttindi 11. maí árið 1955. Í Kópavogi er mikil og fjölbreytt atvinnustarfsemi. Mest er um iðnað, þjónustu og verslun af ýmsu tagi og má geta þess að Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins. Í bænum eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og aðstaða til íþróttaiðkunar er með því besta sem þekkist. Þá eru Kópavogsbúar afar stoltir af menningarstofnunum sínum á Borgarholtinu, svo sem Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlistarsafni Íslands og Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.
Kópavogsbær

Forstöðumaður íbúðakjarna í Kópavogi

Velferðarsvið Kópavogs auglýsir eftir forstöðumanni í íbúðakjarna fyrir fólk með fötlun, auk utankjarna stoðþjónustu. Markmið þjónustu við fatlað fólk hjá Kópavogsbæ er að veita persónulegan stuðning og einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu sem skal tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra íbúa bæjarins.

Starf forstöðumanns lýtur að því að annast um og bera ábyrgð á daglegum rekstri þjónustunnar, þróun innra starfs, starfsmannamálum og samskiptum við aðstandendur og samstarfsstofnanir. Við leitum að einstaklingi sem hefur metnað og áhuga til að leiða starfsemina og vinna eftir þeim meginhugmyndum sem birtast í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að. Starfið krefst mikils sjálfstæðis, frumkvæðis og hæfni til að byggja upp sterka liðsheild.

Helstu verkefni og ábyrgð
Ber ábyrgð á daglegum rekstri og skipulagningu á starfseminni.
Ber ábyrgð á að rekstur sé í samræmi við fjárhagsáætlun.
Stýrir faglegu starfi og þróar innra starf í samræmi við stefnu bæjarins.
Sér um starfsmannamál og skipulag vakta.
Vinnur að gerð þjónustuáætlana og annast samskipti við aðstandendur og aðra aðila um málefni íbúanna.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun (BA/BS) á sviði heilbrigðis- og/eða félagsvísinda.
Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi og/eða mikil starfs- og stjórnunarreynsla í málefnum fatlaðs fólks.
Góð hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði, ábyrgðarkennd og frumkvæði.
Auglýsing stofnuð11. maí 2023
Umsóknarfrestur4. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Hörðukór 2, 203 Kópavogur
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Starfsmannahald
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.