Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Forstöðumaður í búsetukjarna fyrir fatlað fólk

Leitað er að öflugum forstöðumanni til starfa á heimili fyrir fatlað fólk. Um er að ræða nýjan íbúðakjarna við Nauthaga á Selfossi. Um er að ræða 100% starf og skilyrði að umsækjandi geti hafið störf 01.03.2024. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að vinna eftir þjónandi leiðsögn með áherslu á sjálfstætt líf. Heimilið er rekið af fjölskyldusviði Árborgar en tilheyrir Byggðarsamlagi Bergrisans Bs.

Forstöðumaður mun taka þátt í spennandi starfi að uppbyggingu heimilisins sem felur í sér ráðningar starfsmanna á heimilið, skipulag og stefnumótun.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Hefur forystu, stýrir og ber ábyrgð á að unnið sé samkvæmt lögum og reglugerðum í málefnum fatlaðs fólks.
 • Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri heimilins ásamt stjórnun og starfsmannamálum.
 • Gerð starfsáætlana, vaktaskipulags og framkvæmdaáætlana.
 • Innkaup vegna reksturs og umsjón eignar.
 • Að vinna eftir kröfulýsingu heimilisins.
 • Ábyrgð á velferð og þjónustu við íbúa, stýri að þeir fái þá þjónustu og þjálfun sem nauðsynleg er til að efla sjálfstæði þeirra og færni og þeim nýtist almenn þjónusta.
 • Samskipti við helstu samstarfsaðila,  
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Viðfangsmikil reynsla af vettvangi.
 • Þekking á málefnum fatlaðs fólks skilyrði.
 • Stjórnendareynsla nauðsynleg.
 • Rík þjónustulund, lipurð og færni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði, sjálfstæði og leiðtogafærni er nauðsynleg.
 • Hæfni í töluðu og rituðu máli.
 • Hæfni í þverfaglegri teymisvinnu. 
Auglýsing stofnuð15. nóvember 2023
Umsóknarfrestur15. desember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Austurvegur 2, 800 Selfoss
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar