Kópavogsskóli
Kópavogsskóli
Kópavogsskóli

Forstöðumaður Frístundar framtíðarstarf

Viltu leiða skapandi og uppbyggilegt frístundastarf fyrir börn? Við leitum að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi til að stýra frístund fyrir börn á aldrinum 6-9 ára.

Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli með um 400 frábæra nemendur og um 75 kraftmikla starfsmenn. Í skólanum er sérdeild fyrir nemendur á mið- og unglingastigi og frístundaheimili fyrir nemendur í 1. – 4. bekk. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og lögð er áhersla á skapandi og framsækið skólastarf.

Um starfið

Forstöðumaður frístundar ber ábyrgð á daglegri starfsemi og tryggir að börnin fái öruggt, skemmtilegt og innihaldsríkt frístundastarf. Einnig að skipuleggja dagskrá sem styður við félagslega og persónulega þróun barnanna, leiða starfsfólk og tryggja jákvætt og styðjandi umhverfi fyrir alla þátttakendur. Starfið er fjölbreytt, krefjandi og gefandi, þar sem unnið er náið með starfsfólki skóla, foreldrum og öðrum samstarfsaðilum til að skapa öfluga frístund fyrir börnin.

Einkennisorð skólans eru vinátta, virðing, vellíðan. Góður starfsandi er í skólanum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipuleggja og stýra fjölbreyttri og skapandi dagskrá fyrir börn í frístund.
  • Leiða og styðja starfsfólk, sjá um vaktaskipulag og halda reglulega teymisfundi.
  • Halda góðu sambandi við foreldra, veita upplýsingar og bregðast við fyrirspurnum.
  • Tryggja öryggi barnanna og sjá til þess að frístundin starfi samkvæmt skýrum verklagsreglum.
  • Sjá um innkaup á nauðsynlegum búnaði og halda utan um skráningar og mætingar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði tómstunda- og félagsmálafræði, uppeldisfræði eða skyldum greinum er nauðsynleg.
  • Reynsla af frístundastarfi og/eða stjórnun er kostur.
  • Mjög góð samskipta- og skipulagshæfni.
  • Leiðtogahæfni og færni í að viðhalda jákvæða starfsmenningu.
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun.
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Auglýsing birt21. mars 2025
Umsóknarfrestur4. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar