Suðurnesjabær
Suðurnesjabær

Forstöðumaður frístundaheimilis Gerðaskóla

Gerðaskóli auglýsir eftir metnaðarfullum og áhugasömum aðila í 70-100% starf sem forstöðumaður frístundaheimilis Gerðaskóla.

Starfið felst í að vera forstöðumaður frístundaheimilis fyrir nemendur í 1.-4. bekk og koma að skipulagningu félagsstarfs í skólanum í samstarfi við nemendafélagið.Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir skapandi og skipulagðan einstakling með forystuhæfileika og sem hefur unun af samskiptum við börn og ungmenni, jákvætt viðhorf og metnað. Viðkomandi þarf að vera hvetjandi og góð fyrirmynd.

Óskað er eftir aðila með háskólamenntun í tómstunda- og félagsmálafræði eða sambærilegri menntun. Farsæl reynsla af tómstundastarfi og félagsstörfum með börnum og unglingum er kostur.

Í Gerðaskóla eru um 250 nemendur og um 70 starfsmenn. Á frístundaheimilinu eru að jafnaði um 50 börn og öflugt nemendafélag er í skólanum. Frístundaheimilið býður upp á skipulagða og metnaðarfulla tómstundadagskrá þar sem allir nemendur geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Lögð er áhersla á að hver og einn nemandi fái notið sín.

Gildi skólans eru: Virðing – Ábyrgð – Árangur – Ánægja.

Gerðaskóli hefur skilgreint stefnu sína og í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, teymisvinnu kennara og útinám ásamt öflugu foreldrasamstarfi. Unnið er eftir hugmyndafræði uppeldisstefnunnar Jákvæður agi.

Upphaf ráðningar er 1. ágúst 2025. Um er að ræða 70-100% starf og eru launakjör í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að undirbúningi og skipulagi starfsins á frístundaheimilinu.
  • Vinnur með nemendum á skólatíma að hluta til og eftir þörfum og starfar í frístund þegar skóla lýkur.
  • Kemur að skipulagningu félagsstarfs nemenda, s.s. opin hús og annað tómstundastarf.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á uppeldissviði s.s. tómstunda-, félags- eða uppeldis- og menntunarfræði
  • Reynsla í starfi með börnum í tómstundastarfi
  • Góð íslenskukunnátta
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki í starfi
  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
  • Skipulags- og stjórnunarhæfileikar
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi með börnum og unglingum
  • Almenn tölvukunnátta
  • Hreint sakavottorð 
Auglýsing birt17. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Garðbraut 90, 250 Garður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar