Arion Banki
Arion Banki
Arion Banki

Forstöðumaður Arion Premíu

Við leitum að metnaðarfullum og framsýnum einstaklingi til að leiða nýtt sameinað teymi Premíu og einkabankaþjónustu hjá Arion banka - Arion Premíu. Viðkomandi heyrir beint undir framkvæmdastjóra markaða og ber ábyrgð á daglegri stjórnun teymis sem sinnir þjónustu við viðskiptavini ásamt því að vera hluti af stjórnendateymi sviðsins.

Arion Premía er sérsniðin banka- og fjármálaþjónusta fyrir umsvifamikla viðskiptavini Arion banka. Arion Premía býður upp á sérsniðna eignastýringu, fjármála- og bankaþjónustu m.a. fyrir umsvifamikla viðskiptavini, fyrirtæki, sjóði og stofnanir.

Á sviði markaða Arion banka er veitt margvísleg þjónusta á sviði markaðsviðskipta, eignastýringar og reksturs lífeyrissjóða. Arion banki ásamt dótturfélögum er leiðandi í eignastýringu á Íslandi með rúmlega 1.500 milljarða króna í eignastýringu.

Starfið gerir kröfur um að viðkomandi hafi getu og áhuga á að vinna undir álagi og hæfni til að leiða öflugan hóp sérfræðinga að krefjandi markmiðum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun teymis, mótun stefnu og yfirumsjón með verkefnum.
  • Stuðla að góðri liðsheild, leiða þróun og vera öðrum hvatning til góðra verka.
  • Stýring og ábyrgð á viðskiptasamböndum.
  • Öflun og dreifing nýrra viðskiptatækifæra.
  • Vinna með öðrum sviðum bankans að því að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi leiðtogahæfni, drifkraftur, jákvæðni og samskiptafærni.
  • Skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð og gagnrýnin hugsun.
  • Yfirgripsmikil þekking á fjármálamarkaði og stýringu fjármuna.
  • Góð þekking á íslensku atvinnulífi og öflugt tengslanet.
  • Framhaldsmenntun og reynsla af stjórnun er kostur.
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku ásamt færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Auglýsing birt27. september 2024
Umsóknarfrestur13. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar