Hagar
Hagar

Forritari í viðskiptakerfum (Business Central)

Hagar hf., eitt stærsta fyrirtæki í smásölu á Íslandi, er að byggja upp stafræna framtíð sína og leitar nú að öflugum Business Central forritara sem hefur brennandi áhuga á að vinna í nútímalegu umhverfi.

Hjá Högum kappkostum við að þróa lausnir sem bæta þjónustu við viðskiptavini auk þess að auka skilvirkni í rekstri samstæðunnar. Þannig stuðlum við að því að tryggja viðskiptavinum okkar í senn besta mögulega vöruverð og jákvæðustu notendaupplifunina.

Hvað þú munt gera:

  • Hanna og þróa sérlausnir í BC
  • Vinna náið með BC ráðgjöfum, verkefnastjórum og notendum við greiningar á þörfum og finna bestu lausnir innan BC til að mæta þeim
  • Vinna að samþættingum við önnur kerfi, uppfærslum og öðrum viðbótum
  • Þátttaka í stærri verkefnum
  • Taka þátt í uppbyggingu ERP teymis og mótun vinnubragða

Við leitum að liðsfélaga sem:

  • Hefur reynslu af þróun lausna í Business Central (AL forritunarmál)
  • Hefur reynslu af SaaS uppfærslum
  • Hefur reynslu af góðum vinnubrögðum í hugbúnaðarþróun
  • Hefur ef til vill þekkingu á ERP lausnum LS Retail og Wise
  • Getur unnið í stórum verkefnahópum jafnt sem sjálfstætt að minni verkefnum
  • Er með háskólamenntun sem nýtist í starfi

Við bjóðum þér:

  • Tækifæri til að vera hluti af framsækinni stafrænni umbreytingu hjá leiðandi íslensku fyrirtæki
  • Hvetjandi og skapandi vinnuumhverfi þar sem tækni og nýsköpun eru í fyrirrúmi
  • Sveigjanlegan vinnutíma og jafnvægi milli vinnu og einkalífs
  • Aðgang að sterkum teymum sem deila þekkingu og hjálpa til við faglegan vöxt
  • Tækifæri til að móta stafræna framtíð Haga hf.

Við nálgumst teymisuppbyggingu með opnum hug og hvetjum því til umsóknar, hvort sem þú hefur reynslu af öllu ofangreindu eða telur til einfaldlega geta vaxtið til verksins.

Ef þú hefur metnað fyrir því að vinna í framsæknu og metnaðarfullu umhverfi, vonumst við eftir umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi (í einu skjali). Umsóknarfrestur er til og með 26. mars nk.

Vakin er athygli á því að unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast.

Nánari upplýsingar veitir:
Kristján Pétur Sæmundsson, Brú Talent, [email protected]

Hagar eru samstæða fyrirtækja sem starfa á íslenskum og færeyskum markaði. Hagar leggja megin áherslu á matvöru, sérvöru- og eldsneyti, en eru einnig með þó nokkra starfsemi á öðrum mörkuðum, auk þess að hafa talsverð umsvif þegar kemur að fasteignum og fasteignaþróun.

Hjá Högum og dótturfélögum starfa um 3,200 manns í um 1,800 stöðugildum, en velta samstæðunnar er nálægt 200 ma.kr. Innan þeirra rekstrareininga sem Hagar starfrækja á Íslandi eru m.a. 40 matvöruverslanir undir merkjum Bónus og Hagkaups, 65 Olís og ÓB stöðvar, Eldum Rétt netverslun, birgða- og sérvöruverslanir eins og Stórkaup og Zara, ásamt stórum vöruhúsum og framleiðslustöðvum. Í Færeyjum reka Hagar m.a. 13 matvöruverslanir í 3 keðjum, smávöruverslanir, fjölda veitingastaða, líkamsræktarstöðvar og stærstu verslunarmiðstöð landsins.

Hagar búa einnig yfir umfangsmiklu fasteignasafni á Íslandi og í Færeyjum, en safnið telur vel yfir 60 þús. fermetra. Þá eru Hagar einnig með talsverð umsvif í fasteignaþróun í gegnum þriðjungshlut sinn í fasteignaþróunarfélaginu Klasa. Hagar er skráð félag á aðallista NASDAQ OMX Iceland.

Auglýsing birt12. mars 2025
Umsóknarfrestur26. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Holtagarðar, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar