Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík

Forritari í þróunarhóp á upplýsingatæknisviði

Háskólinn í Reykjavík auglýsir eftir forritara/hugbúnaðarsérfræðingi sem einnig hefur sterkan bakgrunn í uppbyggingu á gagnaumhverfum og samþættingum. Um er að ræða fullt starf í þróunarhóp á upplýsingatæknisviði háskólans. Hlutverk þróunarhóps er að þróa og innleiða hugbúnaðarlausnir sem styðja við meginferla skólans. Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu og lifandi háskólaumhverfi með ýmsum tækifærum til náms og persónulegrar þróunar. Viðkomandi mun sinna verkefnum þar sem leitast er við að byggja skilvirkar lausnir með þeirri tækni sem hentar best hverju sinni. Við leitum að aðila sem bæði hefur reynslu af almennri hugbúnaðarþróun sem og á sviði gagnaforritunar og greininga. Viðkomandi mun þannig koma að verkefnum sem eiga sér rætur bæði í almennum kerfum skólans, samþættingu þeirra í milli sem og í gagna- og greiningarumhverfum.

STARFSSVIÐ:

  • Greining á þörfum, tæknilegum kröfum og hönnun hugbúnaðar- og gagnalausna sem styðja við vinnuferla háskólans
  • Forritun á lausnum, uppbygging á gagnaskilum (API) og hönnun/útfærsla á samþættingu milli kerfa
  • Þátttaka í forritun og uppbygging á gagnaumhverfi skólans, þ.m.t. vöruhús gagna
  • Hönnun á högun (arkitektúr) kerfa, gagna og samþættingar umhverfum skólans
  • Þátttaka í þróun upplýsingatækni innan HR

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:

  • Háskólapróf í tölvunarfræði eða öðru sambærilegu raungreinanámi
  • Umtalsverð starfsreynsla af flóknum tækniumhverfum
  • Þekking og/eða reynsla af eftirfarandi: C#, SQL, ReactJS, REST API og MSMQ
  • Þekking og reynsla af MS SQL Server, SSIS, MS Fabric og Power BI æskileg
  • Færni í þarfagreiningu og reynsla af Scrum/Kanban aðferðarfræði
  • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Frumkvæði, metnaður og sveigjanleiki
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2025.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Háskólinn í Reykjavík hvetur öll kyn til að sækja um. Einungis er tekið við umsóknum í gegnum umsóknarkerfið. Nánari upplýsingar veita Kristján H Hákonarson forstöðumaður upplýsingatækni, [email protected] og mannauðsdeild, [email protected]. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Auglýsing birt14. mars 2025
Umsóknarfrestur25. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar