Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag landsins og þar starfa um 2000 manns. Áhersla er lögð á að hjá bænum starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði.
Hafnarfjarðarbær

Forfallakennari - Setbergsskóli

Setbergsskóli óskar eftir forfallakennara fyrir skólaárið 2023 - 2024.

Forfallakennari sinnir tilfallandi og/eða fastri forfallakennslu á yngsta, mið- og unglingastigi.

Setbergsskóli var stofnaður árið 1989 og eru nemendur um 420 auk þess sem starfrækt er sérdeild fyrir börn með einhverfu. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi sem býður upp á mikla möguleika til útiveru. Í skólanum er unnið metnaðarfullt starf með sérstakri áherslu á sköpun, fjölbreytt námsumhverfi, vellíðan, læsi, lýðræði og uppbyggjandi endurgjöf. Allir nemendur í 5. – 10. bekk hafa spjaldtölvur til umráða og yngri nemendur hafa einnig aðgang að slíkum tækjum. Einkunnarorð skólans eru virðing, víðsýni og vinsemd og grundvallast starf skólans á þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni og samkvæmt hugmyndafræði Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun.

Greinargóð ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.

Helstu verkefni og ábyrgð
Annast forfallakennslu
Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila
Vinnur samkvæmt stefnu skólans í SMT skólafærni
Vinnur eftir stefnu skólans í eineltis- og forvarnarmálum
Er í samstarfi við starfsfólk sérdeildar vegna nemenda með einhverfu
Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf skal fylgja umsókn)
Haldgóð þekking á kennslufærði námsgreina á yngsta- og miðstigi
Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
Jákvæðni og vilji til að ná árangri í starfi
Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Stundvísi og samviskusemi
Mjög góð íslenskukunnátta
Auglýsing stofnuð19. september 2023
Umsóknarfrestur3. október 2023
Starfstegund
Staðsetning
Hlíðarberg 2, 221 Hafnarfjörður
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.