

Forfallakennari - Setbergsskóli
Setbergsskóli óskar eftir forfallakennara fyrir skólaárið 2023 - 2024.
Forfallakennari sinnir tilfallandi og/eða fastri forfallakennslu á yngsta, mið- og unglingastigi.
Setbergsskóli var stofnaður árið 1989 og eru nemendur um 420 auk þess sem starfrækt er sérdeild fyrir börn með einhverfu. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi sem býður upp á mikla möguleika til útiveru. Í skólanum er unnið metnaðarfullt starf með sérstakri áherslu á sköpun, fjölbreytt námsumhverfi, vellíðan, læsi, lýðræði og uppbyggjandi endurgjöf. Allir nemendur í 5. – 10. bekk hafa spjaldtölvur til umráða og yngri nemendur hafa einnig aðgang að slíkum tækjum. Einkunnarorð skólans eru virðing, víðsýni og vinsemd og grundvallast starf skólans á þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni og samkvæmt hugmyndafræði Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun.
Greinargóð ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.






























