

Forfallakennari í Álfhólsskóla
Forfallakennari óskast í Álfhólsskóla
Í Álfhólsskóla eru um 600 nemendur í 1. til 10. bekk og um 130 starfsmenn. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla er lögð á þátttöku í þróunarverkefnum. Í Álfhólsskóla er skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum og nám við hæfi hvers og eins. Í skólanum eru starfrækt sérhæfð námsver fyrir einhverfa nemendur.
Einkunnarorð skólans eru: menntun – sjálfstæði - ánægja.
Ráðningartími og starfshlutfall
Um er að ræða tímabundna ráðningu skólaárið 2023 - 2024 í tilfallandi stundakennslu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennaramenntun og réttindi til kennslu
- Þekking og áhugi á kennslu- og uppeldisfræði
- Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
- Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði
- Mjög góð þekking á upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu og starfi
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.
Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef Alfreðs.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Upplýsingar um skólastarfið í Álfhólsskóla er að finna á www.alfholsskoli.is.
Upplýsingar gefa Sigrún Bjarnadóttir, skólastjóri eða Einar Birgir Steinþórsson, aðstoðarskólastjóri í síma 441 3800 eða með fyrirspurn á alfholsskoli@kopavogur.is.












