Rekstrarstjóri

Fly Over Iceland Ármúli 13, 108 Reykjavík


FlyOver Iceland leitar að öflugum rekstrarstjóra til þess að hafa umsjón með verslunar- og veitingarekstri fyrirtækisins.
Rekstrarstjóri kemur til með að starfa í skemmtilegu og líflegu umhverfi og mun taka þátt í að byggja upp nýtt fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu. Viðkomandi starfar náið með stjórnanda gestaupplifunar að því að gera FlyOver Iceland að framúrkarandi afþreyingarkosti. Rekstrarstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri, áætlunargerð og upplýsingagjöf til framkvæmdastjóra.

Starfssvið

 • Dagleg samskipti við starfsfólk og stjórnendur
 • Ábyrgð og skipulag vakta
 • Innkaup og birgðastýring
 • Verðlagning og samningagerð
 • Kostnaðargreining og tekjuáætlanir
 • Almenn stjórnun og þjálfun starfsmanna


Hæfniskröfur

 • Lágmark þriggja ára rekstrarreynsla úr smásölu, veitingarekstri eða öðrum þjónusturekstri
 • Æskileg reynsla eða þekking á bókhaldi og góður skilningur á fjármálum
 • Reynsla af notkun sölu- og bókhaldskerfa
 • Ástríða fyrir því að hámarka upplifun viðskiptavina
 • Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni
 • Mikil hæfni til að miðla upplýsingum og hvetja aðra til árangurs
 • Leggur áherslu á stöðugar umbætur í rekstri og hámörkun framlegðar


Umsóknarfrestur er til og með 17. mars nk.


Umsókninni þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gert er grein fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veita Tinni Kári Jóhannesson (tinni.johannesson@capacent.is) og Lísbet Hannesdóttir (lisbet.hannesdottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum

Umsóknarfrestur:

17.03.2019

Auglýsing stofnuð:

07.03.2019

Staðsetning:

Ármúli 13, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Veitingastörf Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi