

Flugvirki í Component shop (Hlutaverkstæði)
Við bjóðum fjölbreytt og spennandi störf fyrir hæfileikaríkt og áhugasamt fólk á einum stærsta vinnustað á Íslandi.
Tækniþjónusta Icelandair ber ábyrgð á rekstri og eftirliti með viðhaldi flugvélaflota Icelandair. Hjá Tækniþjónustu Icelandair starfar öflugur hópur sem sér til þess að öryggi, áreiðanleiki og hágæða vinnubrögð séu höfð að leiðarljósi.
Við leitum að áhugasömum einstaklingi í Component Shop (hlutaverkstæði) sem ber ábyrgð á viðhaldi á ýmiskonar íhlutum fyrir flugvélar Icelandair. Í Component Shop starfar öflugur hópur sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á því sviði.
Flugvirki kemur til með að sinna almennu íhluta viðhaldi í náinni samvinnu við samheldin hóp flugvirkja sem hafa áralanga reynslu í greininni.
Um er að ræða tímabundið starf út sumarið með möguleika á áframhaldandi starfi. Starfshlutfall er 100%
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.