Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Flugvallarstarfsfólk á Keflavíkurflugvelli

Isavia óskar eftir að ráða flugvallarstarfsfólk á Keflavíkurflugvöll. Starfið er fjölbreytt og krefjandi í spennandi starfsumhverfi.

Helstu verkefni:

  • Eftirlit með flugbrautum og flugvallarmannvirkjum.
  • Eftirlit og viðhald á vélbúnaði og tækjum.
  • Björgunar- og slökkviþjónusta.
  • Framkvæmd snjóruðnings- og hálkuvarna.
  • Viðhald flugvallar og umhverfi hans.
  • Ýmis tækjavinna.

Hæfniskröfur:

  • Ökuréttindi B og C skilyrði.
  • Stóra vinnuvélaprófið er kostur.
  • Reynsla af slökkvistörfum er kostur.
  • Iðnmenntun (bifvélavirki/vélvirki eða önnur iðnmenntun) sem nýtist í starfi er kostur.
  • Góð tök á íslenskri og enskri tungu, ásamt grunn tölvukunnáttu.

Starfsstöð: Keflavíkurflugvöllur.

Ráðið verður í stöðuna frá 1.desember 2024

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 17.október 2024

Nánari upplýsingar veita vaktstjórar í flugvallarþjónustu: Arnoddur Þór Jónsson, arnoddur.jonsson@isavia.is og Davíð Arthur Friðriksson david.fridriksson@isavia.is

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Auglýsing birt3. október 2024
Umsóknarfrestur17. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Meirapróf CPathCreated with Sketch.Ökuréttindi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar