Flotastýra/stjóri hjá Hopp Reykjavík ehf.
Ert þú afburðaskipulögð manneskja sem býr yfir þeim hæfileika að hafa góða yfirsýn yfir hluti og þrífst í kviku og spennandi umhverfi? Hefur þú áhuga á að stýra og vinna með fólki og hefur áhuga á tækni og tækninýjungum?
Þá erum við að leita að þér!
Flotastjóri mun bera ábyrgð á og hafa umsjón með daglegum rekstri og viðhaldi á rafskútu- og bílaflota. Hlutverkið krefst þess að hafa góða yfirsýn og rekstar- og stjórnendahæfni til að geta haldið uppi öryggi, áreiðanleika og sinnt gæðaeftirliti. Flotastjórinn er í stjórnendateymi með framkvæmda- og rekstrarstjóra.
Starfinu fylgir mikil ábyrgð og stór alþjóðlegur mannauður. Floti Hopp Reykjavíkur samanstendur af rafskútum og deilibílum á höfuðborgarsvæðinu og það er aldrei að vita hvað við gerum næst!
Hopp stendur vaktina og sinnir notenum allan sólarhringinn og því þarf starfsemi okkar að vera einstaklega vel skipulögð og fagleg.
Hopp var valið vörumerki ársins árið 2023 og hefur Hopp Reykjavík verið fremst í meðmælingu Maskínu 3 ár í röð í flokki samgangna. Hopp er með ÍST 85:2012 og jafnlaunavottun og var í hópi framúrskarandi fyrirtækja hjá Credit Info í ár. Við erum metnaðarfull og leitum því að flotastjóra sem er til í að stefna enn hærra með okkur.
Þekking og reynsla:
-
Reynsla af stjórnun eða sjáanleg geta til að stýra starfsfólki og stórum verkefnum
-
Hæfni til að skipuleggja og hafa góða yfirsýn yfir verkefni og rekstur
-
Leiðtogahæfni og styrkleiki í mannlegum samskiptum
-
Skilningur eða þekking á tækjum, tækni og rafmagni
-
Færni í notkun á hugbúnaði fyrir flotastjórnun og öðrum gagnagreiningartólum er kostur
-
Hæfni til að vinna í hraðskreiðu og kviku umhverfi og geta til að aðlagast breyttum rekstraraðstæðum
-
Bílpróf - oft óþarft en í þessu tilfelli nauðsyn
-
Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði, bæði í ræðu og riti
Nánar um starfið og helstu ábyrgðarþætti eins og þeir eru tilgreindir í starfslýsingu:
Daglegur rekstur og stjórnun:
-
Stjórn á daglegum rekstri og verkstæði
-
Yfirumsjón með að ferlum og að markmiðum Hopp Reykjavíkur sé ávallt framfylgt
-
Fylgja eftir, þróa og innleiða nýjar aðferðir til að hámarka framboð flotans miðað við notkun og eftirspurn
-
Ráða í og stjórna teymum, þjálfa starfsfólk og skipuleggja vaktir
-
Fylgjast með frammistöðu, veita reglulega endurgjöf og tryggja skilvirkt samstarf teymanna
-
Framfylgja öryggisreglum fyrir starfsfólk
Viðhald og gæðaeftirlit:
-
Hafa umsjón með reglulegu viðhaldi og gæðaeftirliti flotans og halda nákvæmar skrár yfir viðgerðir og þjónustusögu
-
Innleiða fyrirbyggjandi viðhaldsráðstafanir, til að draga úr bilunum og lengja líftíma flotans
-
Framkvæma reglulegar öryggisathuganir og úttektir til að viðhalda háum öryggisstaðli
-
Stjórna birgðakerfi af varahlutum, verkfærum og öðrum búnaði
Gagnastýring og mælikvarðar:
-
Vinna með gögn, setja þau fram og miðla þeim til að greina árangur, besta og finna tækifæri til úrbóta
-
Undirbúa og fylgja eftir ferlum til að ná fram sem mestri hagkvæmni
-
Nota innsýn úr gögnum til að taka upplýstar ákvarðanir um flotastjórnun, viðhaldsáætlanir og rekstrarstefnu
-
Fylgjast með lykilmælikvörðum, svo sem nýtingu flotans, viðhaldi og fylgja kostnaðaráætlun
-
Vinna með rekstrar- og vöruþróunarteymi til að bæta hugbúnað og tækni flotans
Við hvetjum öll til að sækja um starfið.
Umsóknir fara ekki áfram í ferlinu nema þær séu á íslensku og að spurningum í umsóknarferli sé svarað.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurjón Rúnar Vikarsson - sigurjon@hopp.bike