

Flokkstjóri við Vinnuskóla
Vinnuskólinn í Kópavogi gefur þér einstakt tækifæri. Nú getur þú starfað með unmennum á aldrinum 14 til 17 ára í skemmtilegasta sumarstarfinu 2023.
Vinnuskóli Kópavogs starfar í júní til ágúst ár hvert. Þar gefst 14 - 17 ára unglingum (fæðingarár 2006 – 2009) kostur á að vinna við fjölbreytt störf. Vinna í skólanum er í senn uppeldi, afþreying og tekjusköpun fyrir ungmenni. Auk þess að vera skemmtun og félagsskapur fyrir alla jafnt ungmenni sem starfsmenn. Í skólanum er kennt að umgangast verkefni sín, notkun verkfæra og að bera virðingu fyrir samstarfsfólki sínu.
Í Vinnuskólanum og Skólagörðunum starfa rúmlega 60 starfsmenn (yfirflokkstjórar, flokkstjórar, aðstoðarflokkstjórar ásamt starfsfólki á skrifstofu). Um 1.000 ungmenni starfa í Vinnuskólanum.











