Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær

Flokkstjóri við Vinnuskóla

Vinnuskólinn í Kópavogi gefur þér einstakt tækifæri. Nú getur þú starfað með unmennum á aldrinum 14 til 17 ára í skemmtilegasta sumarstarfinu 2023.

Vinnuskóli Kópavogs starfar í júní til ágúst ár hvert. Þar gefst 14 - 17 ára unglingum (fæðingarár 2006 – 2009) kostur á að vinna við fjölbreytt störf. Vinna í skólanum er í senn uppeldi, afþreying og tekjusköpun fyrir ungmenni. Auk þess að vera skemmtun og félagsskapur fyrir alla jafnt ungmenni sem starfsmenn. Í skólanum er kennt að umgangast verkefni sín, notkun verkfæra og að bera virðingu fyrir samstarfsfólki sínu.

Í Vinnuskólanum og Skólagörðunum starfa rúmlega 60 starfsmenn (yfirflokkstjórar, flokkstjórar, aðstoðarflokkstjórar ásamt starfsfólki á skrifstofu). Um 1.000 ungmenni starfa í Vinnuskólanum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Að stýra starfi ungmenna.
Kenna ungmennum rétt vinnubrögð og samskipti á vinnustað.
Ábyrgð á tímaskráningu ungmenna.
Tryggja öryggi sitt og ungmenna við störf.
Vinna að fallegri Kópavogsbæ.
Vera leiðtogi og leiðbeinandi ungmenna.
Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af starfi með ungmennum æskileg.
Stundvísi og góð mæting skilyrði.
Vera til fyrirmyndar í hegðun og mætingu skilyrði.
Aldurstakmark í starfið er 20 ára á árinu.
Kröftugur leiðtogi.
Jákvæðni og lausnamiðaður í starfi.
Auglýsing stofnuð21. mars 2023
Umsóknarfrestur31. mars 2023
Starfstegund
Staðsetning
Askalind 5, 201 Kópavogur
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.